Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri prentmiðlamælingu Gallup.
Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri prentmiðlamælingu Gallup.
Fréttir 22. janúar 2016

Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Nýjar lestrartölur úr prentmiðlakönnun Gallup voru kynntar á dögunum. Um er að ræða mælingu á lestri blaða á síðasta ársfjórðungi 2015. Bændablaðið kemur vel út úr könnuninni og er nánast með sama lestur og á síðasta ári.

Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt og á landsbyggðinni ber það höfuð og herðar yfir önnur blöð með 45% meðallestur. Til samanburðar mælist Fréttablaðið með 31% lestur á landsbyggðinni, Morgunblaðið 26% og Fréttatíminn 20%.

Á höfuðborgarsvæðinu nýtur Bændablaðið jafnframt sterkrar stöðu þar sem lesendur nálgast blaðið í flestum matvöruverslunum, á sundstöðum og víðar. 22% meðallestur mælist á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Konur hafa til að mynda aukið lestur sinn á Bændablaðinu frá því í fyrra en alls lesa 26% kvenna blaðið að staðaldri. Um 34% íslenskra karlmanna segjast lesa Bændablaðið. Tæplega helmingur karlmanna á landsbyggðinni les Bændablaðið og 41% kvenna. 



Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...