Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri prentmiðlamælingu Gallup.
Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri prentmiðlamælingu Gallup.
Fréttir 22. janúar 2016

Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Nýjar lestrartölur úr prentmiðlakönnun Gallup voru kynntar á dögunum. Um er að ræða mælingu á lestri blaða á síðasta ársfjórðungi 2015. Bændablaðið kemur vel út úr könnuninni og er nánast með sama lestur og á síðasta ári.

Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt og á landsbyggðinni ber það höfuð og herðar yfir önnur blöð með 45% meðallestur. Til samanburðar mælist Fréttablaðið með 31% lestur á landsbyggðinni, Morgunblaðið 26% og Fréttatíminn 20%.

Á höfuðborgarsvæðinu nýtur Bændablaðið jafnframt sterkrar stöðu þar sem lesendur nálgast blaðið í flestum matvöruverslunum, á sundstöðum og víðar. 22% meðallestur mælist á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Konur hafa til að mynda aukið lestur sinn á Bændablaðinu frá því í fyrra en alls lesa 26% kvenna blaðið að staðaldri. Um 34% íslenskra karlmanna segjast lesa Bændablaðið. Tæplega helmingur karlmanna á landsbyggðinni les Bændablaðið og 41% kvenna. 



Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...