Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri prentmiðlamælingu Gallup.
Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri prentmiðlamælingu Gallup.
Fréttir 22. janúar 2016

Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Nýjar lestrartölur úr prentmiðlakönnun Gallup voru kynntar á dögunum. Um er að ræða mælingu á lestri blaða á síðasta ársfjórðungi 2015. Bændablaðið kemur vel út úr könnuninni og er nánast með sama lestur og á síðasta ári.

Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt og á landsbyggðinni ber það höfuð og herðar yfir önnur blöð með 45% meðallestur. Til samanburðar mælist Fréttablaðið með 31% lestur á landsbyggðinni, Morgunblaðið 26% og Fréttatíminn 20%.

Á höfuðborgarsvæðinu nýtur Bændablaðið jafnframt sterkrar stöðu þar sem lesendur nálgast blaðið í flestum matvöruverslunum, á sundstöðum og víðar. 22% meðallestur mælist á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Konur hafa til að mynda aukið lestur sinn á Bændablaðinu frá því í fyrra en alls lesa 26% kvenna blaðið að staðaldri. Um 34% íslenskra karlmanna segjast lesa Bændablaðið. Tæplega helmingur karlmanna á landsbyggðinni les Bændablaðið og 41% kvenna. 



Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...