Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Fréttir 19. september 2018

Bændaalmanakið spáir frekar mildum vetri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í Norður-Ameríku er á hverju ári gefið út rit sem heitir Old Farmer's Almanac, og inniheldur veðurspá fyrir komandi vetur. Í almanakinu fyrir 2019 er spáð mun mildari vetri en var 2017–2018. 
 
Í ritinu sem hefur verið gefið út síðan 1792 er því spáð að á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna megi búast við mildum vetri með hitastigi yfir meðaltali. Kaldasta tímabilið verði frá miðjum desember og muni vara fram í miðjan febrúar. Er þessi spá sögð glettilega lík spá haf- og loftslagsstofnunarinnar National Oceanic Atmospherics Administration (NOAA). 
 
 
Á Flórída og upp með ströndinni upp undir New York er búist við hlýjum og þurrum vetri. Þar norður af og upp undir vötnin miklu og vestur í Iowa, Arkansas og Louisiana verðu hlýtt og blautt, en mildur snjóavetur í Kansas og hluta af Missouri. Í miðvesturríkjunum frá Texas og upp í Norður- Dakota við landamæri Kanada verði sólríkt og þurrt. 
 
Í heild spáir Old Farmer's Almanac því að sjókoma verði minni en í meðalári á flestum svæðum, en meiri vestur undir sunnanverðum Klettafjöllum. Fremur kalt og snjóasamt verði t.d. í Nýju-Mexíkó, Arizona og í fjalllendi austurhluta Kaliforníu.
 
Líka spáð frekar mildum vetri víðast í Kanada
 
Í Kanada er því spáð að hitastigið í vetur verði að jafnaði yfir meðallagi. Kaldast verði í síðari hluta desember eins og vænta mátti og fram í miðjan febrúar.
 
Úrkoma mun verða undir meðallagi í norðausturhéruðunum, en yfir meðallagi í suðvestur­héruðunum. 
Snjókoma mun verða yfir meðallagi í suðausturhéruðunum, en undir meðallagi í norðvestur­héruðunum með mestu snjókomunni í seinni hluta janúar, mið-febrúar og í fyrrihluta mars. 
 
Apríl og maí 2019 munu verða heldur kaldari og þurrari en venjulega. Þá mun næsta sumar verða heldur kaldara og þurrara en í meðalári. Næsta haust mun hins vegar verða blautara og kaldara en meðaltalið segir til um. 
Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...