Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Fréttir 19. september 2018

Bændaalmanakið spáir frekar mildum vetri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í Norður-Ameríku er á hverju ári gefið út rit sem heitir Old Farmer's Almanac, og inniheldur veðurspá fyrir komandi vetur. Í almanakinu fyrir 2019 er spáð mun mildari vetri en var 2017–2018. 
 
Í ritinu sem hefur verið gefið út síðan 1792 er því spáð að á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna megi búast við mildum vetri með hitastigi yfir meðaltali. Kaldasta tímabilið verði frá miðjum desember og muni vara fram í miðjan febrúar. Er þessi spá sögð glettilega lík spá haf- og loftslagsstofnunarinnar National Oceanic Atmospherics Administration (NOAA). 
 
 
Á Flórída og upp með ströndinni upp undir New York er búist við hlýjum og þurrum vetri. Þar norður af og upp undir vötnin miklu og vestur í Iowa, Arkansas og Louisiana verðu hlýtt og blautt, en mildur snjóavetur í Kansas og hluta af Missouri. Í miðvesturríkjunum frá Texas og upp í Norður- Dakota við landamæri Kanada verði sólríkt og þurrt. 
 
Í heild spáir Old Farmer's Almanac því að sjókoma verði minni en í meðalári á flestum svæðum, en meiri vestur undir sunnanverðum Klettafjöllum. Fremur kalt og snjóasamt verði t.d. í Nýju-Mexíkó, Arizona og í fjalllendi austurhluta Kaliforníu.
 
Líka spáð frekar mildum vetri víðast í Kanada
 
Í Kanada er því spáð að hitastigið í vetur verði að jafnaði yfir meðallagi. Kaldast verði í síðari hluta desember eins og vænta mátti og fram í miðjan febrúar.
 
Úrkoma mun verða undir meðallagi í norðausturhéruðunum, en yfir meðallagi í suðvestur­héruðunum. 
Snjókoma mun verða yfir meðallagi í suðausturhéruðunum, en undir meðallagi í norðvestur­héruðunum með mestu snjókomunni í seinni hluta janúar, mið-febrúar og í fyrrihluta mars. 
 
Apríl og maí 2019 munu verða heldur kaldari og þurrari en venjulega. Þá mun næsta sumar verða heldur kaldara og þurrara en í meðalári. Næsta haust mun hins vegar verða blautara og kaldara en meðaltalið segir til um. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...