Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Austfirðir á topplista The Guardian
Fréttir 9. febrúar 2016

Austfirðir á topplista The Guardian

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Austurland er á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir áhugaverðustu áfangastaðina árið 2016. Í umsögn blaðsins er mælt sérstaklega með gönguferðum um svæðið. Þetta kemur fram á vefmiðlinum austurfrett.
 
Fram kemur að blaðið bendi á að kjörið sé að fara í bílferðir niður á firði, til dæmis til Seyðisfjarðar sem sé góð miðstöð fyrir gönguferðir að sumri til. Aðrir skemmtilegir göngukostir upp til fjalla séu á Snæfell eða um Hafrahvammagljúfur.
 
Fyrir þá sem hafa áhuga á menningu er mælt með heimsókn í Gunnarshús á Skriðuklaustri og þar skammt frá sé stutt í hestaleigu og umhverfi sem skarti gæsum, hreindýrum og heimskautaref.
 
Beint flug kemur Austurlandi inn á listann
 
Það er flug ferðaskrifstofunnar Discover the World í Egilsstaði sem kemur Austurlandi á listann. Í umsögn blaðsins segir meðal annars að Ísland verðskuldi vinsældir sínar en ferðirnar séu nær allar í gegnum Reykjavík. Nýja flugið gefi gestum kost á að fljúga beint í fjarlægari og ósnortnari hluta landsins.
Áður hefur Austurland verið á topplistum Daily Telegraph og London Evening Standard auk þess sem ítarleg grein er um svæðið í nýjasta hefti ferðaritsins Wanderlust. 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...