Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Austfirðir á topplista The Guardian
Fréttir 9. febrúar 2016

Austfirðir á topplista The Guardian

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Austurland er á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir áhugaverðustu áfangastaðina árið 2016. Í umsögn blaðsins er mælt sérstaklega með gönguferðum um svæðið. Þetta kemur fram á vefmiðlinum austurfrett.
 
Fram kemur að blaðið bendi á að kjörið sé að fara í bílferðir niður á firði, til dæmis til Seyðisfjarðar sem sé góð miðstöð fyrir gönguferðir að sumri til. Aðrir skemmtilegir göngukostir upp til fjalla séu á Snæfell eða um Hafrahvammagljúfur.
 
Fyrir þá sem hafa áhuga á menningu er mælt með heimsókn í Gunnarshús á Skriðuklaustri og þar skammt frá sé stutt í hestaleigu og umhverfi sem skarti gæsum, hreindýrum og heimskautaref.
 
Beint flug kemur Austurlandi inn á listann
 
Það er flug ferðaskrifstofunnar Discover the World í Egilsstaði sem kemur Austurlandi á listann. Í umsögn blaðsins segir meðal annars að Ísland verðskuldi vinsældir sínar en ferðirnar séu nær allar í gegnum Reykjavík. Nýja flugið gefi gestum kost á að fljúga beint í fjarlægari og ósnortnari hluta landsins.
Áður hefur Austurland verið á topplistum Daily Telegraph og London Evening Standard auk þess sem ítarleg grein er um svæðið í nýjasta hefti ferðaritsins Wanderlust. 
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...