Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu
Mynd / ÁÞ
Fréttir 1. apríl 2016

Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samvinnufélagið Auðhumla, sem er í eigu kúabænda og fer með rúmlega 90% hlut í MS, gaf út tilkynningu í dag til kúabænda þar sem sagt er frá ákvörðun stjórnar um að leggja sérstakt gjald á umframmjólk, 20 krónur án vsk. pr. lítra frá 1. júlí næstkomandi. Einhverjir lesendur kunna að halda að hér sé um 1. aprílgabb að ræða en svo er ekki. Aðgerðin er liður í því að stöðva taprekstur sem verið hefur viðvarandi síðustu mánuði vegna of mikillar mjólkurframleiðslu.

Tilkynningin hljómar svo í heild sinni:

"Stjórn Auðhumlu svf. samþykkti á fundi 1. apríl 2016 að leggja sérstakt gjald að fjárhæð 20 kr., án vsk., pr. ltr. frá og með 1. júlí nk. á alla mjólk umfram greiðslumark. Ástæður gjaldtökunnar má helst rekja til ófyrirsjáanlegrar og verulegrar aukningar framleiðslu. Mjólkurframleiðsla á fyrstu mánuðum ársins 2016 bendir til þess að framleiðslan sé enn að aukast, sem hækkar kostnað við tilfærslu hráefnis til að mæta takmörkunum á úrvinnslugetu.

Skuldbinding félagsins til að taka við allri mjólk frá framleiðendum hefur leitt til þess að tekið er við mjólk sem ekki er eftirspurn eftir á markaði. Af þessu leiðir aukinn kostnaður, m.a. birgða- og vinnslukostnaður, í starfsemi félagsins. Þá verður ekki hjá því litið að verðfall hefur orðið á alþjóðlegum mörkuðum fyrir mjólkurvörur.

Í samræmi við nýgerðan búvörusamning er fyrirséð að frá og með 1. janúar 2017 verði verðlagning á mjólk umfram greiðslumark með öðrum hætti en verið hefur á liðnu ári. Stjórn Auðhumlu svf. telur á þessu stigi rétt að gera framleiðendum viðvart um að verð á mjólk umfram greiðslumark mun eftir fyrrgreint tímamark ráðast af því verði sem fæst fyrir ráðstöfun þeirrar framleiðslu og mun því að óbreyttu taka umtalsverðum breytingum til lækkunar frá og með þeim tímapunkti."

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...