Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu
Mynd / ÁÞ
Fréttir 1. apríl 2016

Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samvinnufélagið Auðhumla, sem er í eigu kúabænda og fer með rúmlega 90% hlut í MS, gaf út tilkynningu í dag til kúabænda þar sem sagt er frá ákvörðun stjórnar um að leggja sérstakt gjald á umframmjólk, 20 krónur án vsk. pr. lítra frá 1. júlí næstkomandi. Einhverjir lesendur kunna að halda að hér sé um 1. aprílgabb að ræða en svo er ekki. Aðgerðin er liður í því að stöðva taprekstur sem verið hefur viðvarandi síðustu mánuði vegna of mikillar mjólkurframleiðslu.

Tilkynningin hljómar svo í heild sinni:

"Stjórn Auðhumlu svf. samþykkti á fundi 1. apríl 2016 að leggja sérstakt gjald að fjárhæð 20 kr., án vsk., pr. ltr. frá og með 1. júlí nk. á alla mjólk umfram greiðslumark. Ástæður gjaldtökunnar má helst rekja til ófyrirsjáanlegrar og verulegrar aukningar framleiðslu. Mjólkurframleiðsla á fyrstu mánuðum ársins 2016 bendir til þess að framleiðslan sé enn að aukast, sem hækkar kostnað við tilfærslu hráefnis til að mæta takmörkunum á úrvinnslugetu.

Skuldbinding félagsins til að taka við allri mjólk frá framleiðendum hefur leitt til þess að tekið er við mjólk sem ekki er eftirspurn eftir á markaði. Af þessu leiðir aukinn kostnaður, m.a. birgða- og vinnslukostnaður, í starfsemi félagsins. Þá verður ekki hjá því litið að verðfall hefur orðið á alþjóðlegum mörkuðum fyrir mjólkurvörur.

Í samræmi við nýgerðan búvörusamning er fyrirséð að frá og með 1. janúar 2017 verði verðlagning á mjólk umfram greiðslumark með öðrum hætti en verið hefur á liðnu ári. Stjórn Auðhumlu svf. telur á þessu stigi rétt að gera framleiðendum viðvart um að verð á mjólk umfram greiðslumark mun eftir fyrrgreint tímamark ráðast af því verði sem fæst fyrir ráðstöfun þeirrar framleiðslu og mun því að óbreyttu taka umtalsverðum breytingum til lækkunar frá og með þeim tímapunkti."

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f