Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu
Mynd / ÁÞ
Fréttir 1. apríl 2016

Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samvinnufélagið Auðhumla, sem er í eigu kúabænda og fer með rúmlega 90% hlut í MS, gaf út tilkynningu í dag til kúabænda þar sem sagt er frá ákvörðun stjórnar um að leggja sérstakt gjald á umframmjólk, 20 krónur án vsk. pr. lítra frá 1. júlí næstkomandi. Einhverjir lesendur kunna að halda að hér sé um 1. aprílgabb að ræða en svo er ekki. Aðgerðin er liður í því að stöðva taprekstur sem verið hefur viðvarandi síðustu mánuði vegna of mikillar mjólkurframleiðslu.

Tilkynningin hljómar svo í heild sinni:

"Stjórn Auðhumlu svf. samþykkti á fundi 1. apríl 2016 að leggja sérstakt gjald að fjárhæð 20 kr., án vsk., pr. ltr. frá og með 1. júlí nk. á alla mjólk umfram greiðslumark. Ástæður gjaldtökunnar má helst rekja til ófyrirsjáanlegrar og verulegrar aukningar framleiðslu. Mjólkurframleiðsla á fyrstu mánuðum ársins 2016 bendir til þess að framleiðslan sé enn að aukast, sem hækkar kostnað við tilfærslu hráefnis til að mæta takmörkunum á úrvinnslugetu.

Skuldbinding félagsins til að taka við allri mjólk frá framleiðendum hefur leitt til þess að tekið er við mjólk sem ekki er eftirspurn eftir á markaði. Af þessu leiðir aukinn kostnaður, m.a. birgða- og vinnslukostnaður, í starfsemi félagsins. Þá verður ekki hjá því litið að verðfall hefur orðið á alþjóðlegum mörkuðum fyrir mjólkurvörur.

Í samræmi við nýgerðan búvörusamning er fyrirséð að frá og með 1. janúar 2017 verði verðlagning á mjólk umfram greiðslumark með öðrum hætti en verið hefur á liðnu ári. Stjórn Auðhumlu svf. telur á þessu stigi rétt að gera framleiðendum viðvart um að verð á mjólk umfram greiðslumark mun eftir fyrrgreint tímamark ráðast af því verði sem fæst fyrir ráðstöfun þeirrar framleiðslu og mun því að óbreyttu taka umtalsverðum breytingum til lækkunar frá og með þeim tímapunkti."

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...