Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Átta gull til Íslands
Fréttir 10. ágúst 2015

Átta gull til Íslands

Íslenska landsliðið gekk klyfjað verðlaunum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem lauk í gær í Danmörku. Íslendingar unnu til átta gullverðlauna, sjö silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna á mótinu, bæði í íþróttakeppni og í kynbótahluta mótsins. Talið er að um 9000 gestir hafi verið staddir á leikvanginum í Herning þegar mest var en keppendur komu frá 14 löndum. 
 
Óvæntustu  úrslit mótsins voru eflaust sigur Kristínar Lárusdóttur, bónda í Syðri-Fljótum, og Þokka frá Efstu-Grund, í firnasterkri töltkeppni. Jóhann R. Skúlason hefur unnið greinina á síðustu fjórum mótum, en lét sér nú linda 4.-5. sæti, með Sigurbirni Bárðarsyni. Kristín og Þokki komu óvænt inn í íslenska landsliðið, tveimur vikum fyrir mót, eftir að Sigurður Sigurðarson ákvað að draga sig úr liðinu.
 
Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi urðu heimsmeistarar í fjórgangi eftir harða úrslitabaráttu við Nils Christian Larsen og Viktor frá Diisa. 
 
Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla urðu heimsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum, en þann titil hlýtur sá keppandi sem reynist vera með hæstu meðaleinkunn úr forkeppni í fimmgangi og slaktaumatölti. Þeir Reynir og Greifi urðu í 2. sæti í úrslitum beggja flokka.
 
Þá varð hinn ungi Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli hlutskarpastir í gæðingaskeiði og skaut þar sér eldri og reyndari knöpum ref fyrir rass. Þeir Teitur og Tumi bættu svo við bronsverðlaunum í 250 metra skeiði.
 
Styrmir Árnason vann til silfurverðlauna í 100 metra skeiði á hryssunni Neyslu vom Schloßberg og fyrrum heimsmeistarinn Bergþór Eggertsson á Lotus frá Aldenghoor fengu brons.
 
Ungu knapar íslenska landsliðsins stóðu sig einnig afar vel á mótinu. Jóhanna Margrét Snorradóttir á Stimpil frá Vatni hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslit ungmenna í slaktaumatölti. Gústaf Ágeir Hinriksson og Geisli frá Svanavatni voru í 2. sæti í fimmgangi og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Týr frá Skálatjörn hlutu brons í fjórgangi ungmenna.
 
Fjögur gull til kynbótahrossa
 
Í kynbótahluta mótsins voru 6 hross frá Íslandi sýnd. Fjögur hrossanna urðu efst í sínum flokki, en tvö þeirra hlutu silfurverðlaun.
 
Glóðafeykir frá Halakoti sigraði elsta flokk stóðhesta með 8,74 í aðaleinkunn, en hann hlaut 9,03 fyrir hæfileika. Glóðafeykir var, sem kunnugt er, gæðingur reiðkennarans Einars Öders Magnússonar, sem lést fyrr á árinu. Þeir félagar sigruðu m.a. B-flokk gæðinga á Landsmóti hestamanna í Reykjavík árið 2012. Knapi Glóðafeykis á Heimsmeistaramótinu var Daníel Jónsson.
 
Þá sigraði Kengála frá Neðri-Rauðalæk elsta flokk hryssna með einkunnina 8,53. Knapi á Kengálu var Agnar Snorri Stefánsson. Garún frá Árbæ hlaut hæstu aðaleinkunn 6 vetra hryssna, 8,62, en knapi hennar var Guðmundur Björgvinsson. Andvari frá Auðsholtshjáleigu hlaut hæstu einkuknn 5 vetra stóðhesta, 8,49. Knapi hans var Árni Björn Pálsson.
 
Ríkey frá Flekkudal var í 2. sæti í flokki 5 vetra hryssna með aðaleinkunnina 8,42 og Svaði frá Hólum hlaut næst hæstu einkunn 6 vetra stóðhesta, 8,63.
 
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...