Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Átök milli bænda og lögreglu í Brussel
Fréttir 9. september 2015

Átök milli bænda og lögreglu í Brussel

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til ryskinga kom milli bænda og óeirðalögreglu í Brussel fyrr í þessum mánuði þar sem bændur höfðu komið sér fyrir á dráttarvélum til að mótmæla lækkun á afurðaverði fyrir mjólk og kjöt.

Um fjögur þúsund bændur frá ýmsum löndum Evrópu komu saman í Brussel fyrr í þessum mánuði til að vekja athygli á og mótmæla sílækkandi afurðaverði á mjólk og kjöti.

Mótmælin voru haldin á sama tíma og landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins sátu fund til að ræða stefnur í landbúnaðarmálum sambandsins.

Í mótmælaskyni lokuðu bændurnir meðal annars götu með dráttarvélum og heyböggum sem þeir kveiktu í. Sumir þeirra hentu eggjum og skvettu mjólk yfir lögregluna sem meinaði þeim aðgang að fundarbyggingu ráðherranna. Til átaka kom og beitti óeirðalögreglan háþrýstivatnsbyssum til að bægja bændunum frá.

Evrópa að drukkna í mjólk

Afurðaverð á mjólk til bænda í mörgum löndum Evrópusambandsins hefur lækkað um allt að 25% frá því á síðasta ári og er víða komið talsvert undir framleiðslukostnað. Auk þess sem verð á kjöti hefur farið lækkandi.

Meðal ástæðna fyrir lækkuninni er krafa verslunarinnar um lægra innkaupsverð, bann Rússa við innflutningi á matvælum frá löndum Evrópusambandsins og minni útflutningur á mjólk til Kína vegna aukinnar innanlandsframleiðslu þar. Þá hafa fjárfestar og stórfyrirtæki í vaxandi mæli verið að kaupa sig inn í landbúnaðinn. Hafa þau „dumpað“ verði til verslana þannig að venjulegir bændur á viðkomandi landsvæðum geta ekki keppt við þau. Neyðast þeir þá til að gefast upp og selja bú sín.

Mjólkurframleiðsla í Evrópu hefur aukist talsvert frá því að kvóti á framleiðsluna innan ESB var lagður af. Aukningin er reyndar svo mikil að því er haldið fram að Evrópa sé að drukkna í mjólk.

Langtímasamningar nauðsynlegir

Bændur á Bretlandseyjum hafa lengi sakað stórmarkaði um að lækka verð á mjólk til neytenda niður úr öllu valdi í verðstríði sín á milli. Til þess að geta haldið verðinu lágu til lengdar krefja markaðirnir bændurna um lægra verð og stundum svo lágt að það fer undir framleiðsluverð. Verðlækkanir af þessu tagi hafa leitt til gjaldþrota þúsunda mjólkurbænda í löndum Evrópusambandsins undanfarin ár.

Meðal hugmynda sem komið hafa fram til lausnar er að bændur og stórmarkaðir geri með sér langtímasamninga um afurðaverð til bænda og útsöluverð til neytenda. Bresk stjórnvöld hafa einnig uppi áform um að skylda upprunamerkingar á landbúnaðarvörur til þess að þeir neytendur sem það vilja geti valið innlendar vörur og þannig stutt innlenda framleiðslu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...