Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stegastein-útsýnispallurinn yfir Aurlandfirðinum í Sogni. Arkitektar: Todd Saunders / Saunders & Wilhelmsen.
Stegastein-útsýnispallurinn yfir Aurlandfirðinum í Sogni. Arkitektar: Todd Saunders / Saunders & Wilhelmsen.
Mynd / Roger Ellingsen/Statens vegvesen
Fréttir 6. september 2017

Áningarstaðir fyrir ferðamenn vekja heimsathygli

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Fyrir rúmum 20 árum fékk norska Vegagerðin (Statens vegvesen) ábyrgðarhlutverk í að byggja upp 18 þjóðlega ferðamannavegi í landinu þar sem aðstaða og upplifun fyrir ferðamenn eru sett á oddinn. Verkefnið er langt á veg komið en því lýkur árið 2023 og eru margir staðir í því orðnir að fjölförnustu ferðamannastöðum í Noregi. 
 
Til að tryggja gæði verkefnisins var í byrjun skipað gæðaráð en einnig ráð arkitekta sem hefur það hlutverk að tryggja sjónræn gæði á útsýnis- og áningarstöðunum. Í arkitektaráðinu er einn arkitekt, einn landslagsarkitekt og myndlistarmaður og er mikið lagt upp úr því að fara nýjar leiðir á stöðunum til að hámarka upplifun þeirra sem eiga þar leið hjá. Yfir 50 arkitektar, landslagsarkitektar, hönnuðir og listamenn, jafnt ungir sem eldri og reyndari, hafa komið að verkefnunum þar sem mikil áhersla er lögð á nýsköpun og sköpunarkraft.
 
Útkoman er ævintýraleg þar sem mörg verkefnin hafa leitt til margfaldra heimsókna fólks sem á leið um þá og nokkur þeirra hafa unnið til alþjóðlegra arkitektaverðlauna. Búið er að betrumbæta 1850 kílómetra vegakafla víðs vegar um landið þar sem hver af þeim 18 leiðum sem valdar voru til verkefnisins hafa fengið sín sérkenni. Þau 114 verkefni sem lokið hefur verið við eru ýmist í formi útsýnispalla, upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn, salernisaðstaða, listaverk og uppsetningar á upplýsingaskiltum. Öll verkefnin hafa verið í höndum norskra arkitekta fyrir utan eitt þeirra og hafa í sumum tilfellum verið stökkpallur fyrir þá til stærri verkefna. Þegar verkefnunum lýkur verður búið að verja 3,4 billjónum norskra króna til þeirra sem er stjarnfræðileg upphæð en hugmyndin og framkvæmdin er engu að síður góð og gæti verið hvatning fyrir íslensk stjórnvöld til að ráðast í viðlíka aðgerðir á helstu ferðamannastöðum hérlendis. 

10 myndir:

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...