Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alþýðusambandið leggst gegn nýjum búvörusamningum
Fréttir 15. mars 2016

Alþýðusambandið leggst gegn nýjum búvörusamningum

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur skorað á Alþingi að hafna nýjum búvörusamningum. Í ályktun sem birt er á vef ASÍ segir að búvörusamningar til næstu tíu ára feli í sér óbreytt ástand og muni ekki bæta hag neytenda. 
 
Skorað er á Alþingi að „taka tillit til sjónarmiða neytenda um aukna samkeppni í landbúnaði og móta sókndjarfa stefnu í landbúnaði sem kæmi öllum til góða, bændum, starfsmönnum í greininni og neytendum“, svo vitnað sé orðrétt í ályktunina. Ályktun Alþýðusambandsins hreyfði við mörgum en meðal annarra brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við málflutningi forsvarsmanna ASÍ í tengslum við málið. 
 
ASÍ vill aukinn innflutning búvara
 
Í ályktun ASÍ segir að „… það hafi lengi verið skoðun sambandsins að þörf sé á auknum innflutningi landbúnaðarvara og þar af leiðandi aukinni erlendri samkeppni til að veita aðhald á markaði með íslenskar landbúnaðarvörur, markaði sem einkennist af fákeppni og einokun“. Þessir markaðsbrestir eru sérstaklega sýnilegir í mjólkurframleiðslu, að mati ASÍ, þar sem ríkjandi fyrirkomulag ásamt undanþágu frá samkeppnislögum hefur leitt til þess að stórir framleiðendur hafa kerfisbundið komið í veg fyrir innkomu nýrra aðila á markað og misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni.
 
Forseti ASÍ úr tengslum við stéttarfélög
 
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslu, kom fram á Facebook í umræðum um ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um búvörusamningana. Eitt af því sem Gylfi gagnrýndi við gerð búvörusamninga var samráðsleysi. Aðalsteinn Baldursson sagði hins vegar að forseti ASÍ hefði ekki haft samráð við stéttarfélög sem hafa innan sinna raða fjölmenna hópa starfsfólks í matvælaiðnaði áður en hann „gaf út þessa ömurlegu yfirlýsingu“. Orðrétt sagði Aðalsteinn svo: „Yfirlýsingu þar sem talað er fyrir auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum á kostnað innlendrar framleiðslu. Hann hefur áður talað fyrir því að neytendur sniðgangi íslenskar landbúnaðarvörur þegar bændur hafa farið fram á hækkanir á afurðaverði. Sem formaður í stéttarfélagi með fólk sem á allt undir því að landbúnaður á Íslandi þrífist undrast ég þessi ummæli forseta ASÍ svo ekki sé meira sagt.“
 
Forsætisráðherra sendir tóninn 
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti pistil 3. mars á vefsíðu sinni, sigmundurdavid.is, þar sem hann gagnrýnir málflutning forseta ASÍ harðlega. Hann furðar sig á því hvað þeir sem síst skyldu atast mikið og lengi í bændum. Hann spyr m.a. hvernig vinnuaðstæður og kjör séu í mörgum þeirra verksmiðjubúa sem ráða verðlagningunni á matvælamarkaði erlendis og hvort það myndi þjóna hagsmunum íslenskra iðnaðarmanna að senda peninga úr landi til starfsmannaleiga, t.d. í Indónesíu. Sigmundur bendir á að búvörusamningar snúist ekki bara um að verja bændur heldur um samvinnu ólíkra stétta. Hann telur að minni stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu bæti ekki kjör annarra hópa. „Á endanum myndi það þýða aukið gjaldeyristap og hærri álagningu á hinum innfluttu matvælum eins og menn hafa kynnst í löndum sem gert hafa tilraunir í þessa veru,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.