Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alls fengu 28 nautgripabændur nýliðunarstuðning.
Alls fengu 28 nautgripabændur nýliðunarstuðning.
Mynd / smh
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024.

Metfjöldi umsókna barst, eða alls 95, þar af 47 frumumsóknir og 48 framhaldsumsóknir.

Nýliðunarstuðningurinn var fyrst veittur árið 2017, en markmiðið með honum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti. Til úthlutunar nú voru kr. 171,5 milljónir króna og rann sú upphæð til bænda sem koma að rekstri 75 búa; þar af fengu 28 umsækjendur stuðning í nautgriparækt sem aðalbúgrein, 27 í sauðfjárrækt, fimm garðyrkjubýli, fimm hrossabú og tíu bú með blandaðan búrekstur ýmissa búgreina.

Hámarksstyrkur getur numið allt að 20 prósent af fjárfestingakostnaði til hvers nýliða en þó að hámarki níu milljónir króna. Leyfilegt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarkinu er náð.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...