Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú.
Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú.
Fréttir 28. janúar 2021

Áhugi fyrir uppsetningu deilieldhúss kannaður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Einar Örn Aðalsteinsson hjá Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit fékk á dögunum styrk frá Matvælasjóði Íslands til að kanna rekstrarforsendur og kostnaðargreina uppsetningu deilieldhúss og er fyrsta skref þess að kanna þörf og áhuga á aðstöðunni.

Í könnun Einars kemur fram að á teikniborðinu sé að opna fullvottað deilieldhús (vinnslueldhús) í Eyjafjarðarsveit þar sem matvælafrumkvöðlum, félagasamtökum, veitingaaðilum, frumframleiðendum og yfirleitt öllum þeim sem áhuga hafa á, gefst kostur á að þróa og framleiða sína vöru í vottaðri aðstöðu með möguleika á aðstoð fagfólks. Deilieldhúsið er opið öllum, vönum og óvönum, en til að komast inn þarf að bóka tíma og útskýra hvað á að vinna við en boðið verður upp á aðstoð fagfólks ef vilji er  fyrir því, að því er fram kemur á Facebook-síðu Eyjafjarðarsveitar.

Þurfa þeir aðilar sem vilja framleiða og gera tilraunir í deilieldhúsinu að sitja inntökunámskeið þar sem farið er yfir uppbyggingu vinnslurýmis, starfsreglur, smitvarnir, ofnæmisvalda, bókunarkerfi og almennt hvað felst í að starfa í deilieldhúsi.

Eldhúsið verður búið öllum þeim tækjum sem til þarf við margs konar vinnslu en vottuð aðstaða er grundvöllur þess að koma vöru á markað. 

Skylt efni: Kaffi Kú

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...