Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú.
Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú.
Fréttir 28. janúar 2021

Áhugi fyrir uppsetningu deilieldhúss kannaður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Einar Örn Aðalsteinsson hjá Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit fékk á dögunum styrk frá Matvælasjóði Íslands til að kanna rekstrarforsendur og kostnaðargreina uppsetningu deilieldhúss og er fyrsta skref þess að kanna þörf og áhuga á aðstöðunni.

Í könnun Einars kemur fram að á teikniborðinu sé að opna fullvottað deilieldhús (vinnslueldhús) í Eyjafjarðarsveit þar sem matvælafrumkvöðlum, félagasamtökum, veitingaaðilum, frumframleiðendum og yfirleitt öllum þeim sem áhuga hafa á, gefst kostur á að þróa og framleiða sína vöru í vottaðri aðstöðu með möguleika á aðstoð fagfólks. Deilieldhúsið er opið öllum, vönum og óvönum, en til að komast inn þarf að bóka tíma og útskýra hvað á að vinna við en boðið verður upp á aðstoð fagfólks ef vilji er  fyrir því, að því er fram kemur á Facebook-síðu Eyjafjarðarsveitar.

Þurfa þeir aðilar sem vilja framleiða og gera tilraunir í deilieldhúsinu að sitja inntökunámskeið þar sem farið er yfir uppbyggingu vinnslurýmis, starfsreglur, smitvarnir, ofnæmisvalda, bókunarkerfi og almennt hvað felst í að starfa í deilieldhúsi.

Eldhúsið verður búið öllum þeim tækjum sem til þarf við margs konar vinnslu en vottuð aðstaða er grundvöllur þess að koma vöru á markað. 

Skylt efni: Kaffi Kú

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.