Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS á starfsemi bænda
Fréttir 17. apríl 2015

Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS á starfsemi bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Að mati Bændasamtaka Íslands geta áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS verið eftirfarandi á bændur. Hér er einkum átt við  verkfallsaðgerðir BHM enda skella þær að öllu óbreyttu á á mánudaginn næsta.

Minnisblað var lagt fram á fundi hjá atvinnuveganefnd Alþingis í morgun. Þá hafa fulltrúar Bændasamtaka Íslands einnig fundað með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fulltrúum Félags kjúklingabænda og Svínaræktarfélags Íslands.

Bændasamtök Íslands munu fylgjast náið með þróun mála, einkum að því er varðar vinnustöðvun dýralækna sem hefst, eins og áður segir, á mánudaginn.

Bændasamtökin munu á næstu dögum og vikum greina áhrif verkfalla SGS sem boðað hefur verið til og upplýsa búgreinafélög og búnaðarsambönd um gang mála eftir því sem þurfa þykir.

Að gefnu tilefni skal eftirfarandi áréttað vegna vinnustöðvunar hjá SGS. Hugsanleg vinnustöðvun hjá Starfsgreinasambandinu hefur ekki áhrif á kjarasamning Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambandsins. Samningur BÍ og SGS er sjálfstæður kjarasamningur sem ekki standa deilur um. Þá hafa hvorki verið um hann viðræður né honum vísað til ríkissáttasemjara. Deilur Starfsgreinasambandsins snúa að samningum við Samtök atvinnulífsins. Hins vegar skal bent á að samkvæmt upplýsingum frá Starfsgreinasambandinu fellur ferðaþjónusta undir svokallaðan þjónustusamning sem er samningur við Samtök atvinnulífsins. Samkvæmt framansögðu eru því störf á bændabýlum undanskilin fyrirhugaðri vinnustöðvun en hún nær til þeirra sem starfa í ferðaþjónustu.

Ef upp koma önnur tilvik þarf að skoða þau sérstaklega og munu Bændasamtök Íslands þá veita ráðgjöf eftir föngum.Kjarasamningur SGS og BÍ er frá 18. mars 2014. Hann nær til starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum; hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...