Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afi veit hvað hann syngur
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. ágúst 2015

Afi veit hvað hann syngur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Afi minn sagði mér í apríl að heyskapur myndi hefjast um miðjan ágúst.  Það stefnir allt í að sú verði raunin,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson bóndi á Vaðbrekku í Efri-Jökuldal.  Heyskapur var ekki hafinn á bænum þegar Bændablaðið sló á þráðinn, en Aðalsteinn var að koma sér í gírinn og hugðist hefjast handa nú um miðjan ágúst. „Þá kviknar nýtt tungl og það lofar góðu.“

Afi Aðalsteins og nafni, Aðalsteinsson var lengi bóndi á Vaðbrekku.  „Ég hef verið alveg rólegur í sumar og treysti því sem afi sagði, enda eru svo sem ekki nema einar 6 vikur frá því ég bar á.  Það var ekki hægt að bera á hér um slóðir fyrr en í kringum mánaðamótin júní og júlí.  Þeir sem muna tímana tvenna segja að ástandið í sumar sé með svipuðum hætti og var árið 1979,“ segir Aðalsteinn.

Kalt hefur verið fyrir austan og nefnir Aðalsteinn að nú bara fyrir rúmri viku hafi verið 2ja stiga frost að næturlagi og gránaði í fjöll.  „En ég hef engar áhyggjur, hann afi veit hvað hann syngur, hann sá þetta fyrir þegar í apríl.“

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...