Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afi veit hvað hann syngur
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. ágúst 2015

Afi veit hvað hann syngur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Afi minn sagði mér í apríl að heyskapur myndi hefjast um miðjan ágúst.  Það stefnir allt í að sú verði raunin,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson bóndi á Vaðbrekku í Efri-Jökuldal.  Heyskapur var ekki hafinn á bænum þegar Bændablaðið sló á þráðinn, en Aðalsteinn var að koma sér í gírinn og hugðist hefjast handa nú um miðjan ágúst. „Þá kviknar nýtt tungl og það lofar góðu.“

Afi Aðalsteins og nafni, Aðalsteinsson var lengi bóndi á Vaðbrekku.  „Ég hef verið alveg rólegur í sumar og treysti því sem afi sagði, enda eru svo sem ekki nema einar 6 vikur frá því ég bar á.  Það var ekki hægt að bera á hér um slóðir fyrr en í kringum mánaðamótin júní og júlí.  Þeir sem muna tímana tvenna segja að ástandið í sumar sé með svipuðum hætti og var árið 1979,“ segir Aðalsteinn.

Kalt hefur verið fyrir austan og nefnir Aðalsteinn að nú bara fyrir rúmri viku hafi verið 2ja stiga frost að næturlagi og gránaði í fjöll.  „En ég hef engar áhyggjur, hann afi veit hvað hann syngur, hann sá þetta fyrir þegar í apríl.“

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...