Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afi veit hvað hann syngur
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. ágúst 2015

Afi veit hvað hann syngur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Afi minn sagði mér í apríl að heyskapur myndi hefjast um miðjan ágúst.  Það stefnir allt í að sú verði raunin,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson bóndi á Vaðbrekku í Efri-Jökuldal.  Heyskapur var ekki hafinn á bænum þegar Bændablaðið sló á þráðinn, en Aðalsteinn var að koma sér í gírinn og hugðist hefjast handa nú um miðjan ágúst. „Þá kviknar nýtt tungl og það lofar góðu.“

Afi Aðalsteins og nafni, Aðalsteinsson var lengi bóndi á Vaðbrekku.  „Ég hef verið alveg rólegur í sumar og treysti því sem afi sagði, enda eru svo sem ekki nema einar 6 vikur frá því ég bar á.  Það var ekki hægt að bera á hér um slóðir fyrr en í kringum mánaðamótin júní og júlí.  Þeir sem muna tímana tvenna segja að ástandið í sumar sé með svipuðum hætti og var árið 1979,“ segir Aðalsteinn.

Kalt hefur verið fyrir austan og nefnir Aðalsteinn að nú bara fyrir rúmri viku hafi verið 2ja stiga frost að næturlagi og gránaði í fjöll.  „En ég hef engar áhyggjur, hann afi veit hvað hann syngur, hann sá þetta fyrir þegar í apríl.“

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...