Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hannes Adolf Magnússon í Eystri-Leirárgörðum.
Hannes Adolf Magnússon í Eystri-Leirárgörðum.
Fréttir 1. júní 2016

Æ fleiri bændur nota flórbæti í skítinn

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kekkir í haughúsum er vandamál sem margir bændur kannast við, að ekki sé talað um fnykinn sem getur gosið upp þegar hrært er upp í haugnum. Kögglar og kekkir geta orsakað vandamál við dreifingu og lyktin getur verið ansi hvimleið. Fjölmargir bændur hafa prófað sig áfram með að nota búfjárhaugbæti, eða flórbæti, með góðum árangri. 
 
Með notkun hans verður skíturinn mun jafnari og auðveldara að dæla honum og dreifa, að sögn Óskars S. Harðarsonar, framkvæmdastjóra heildverslunarinnar Ísco ehf. sem flytur efnið inn. Þá bindur flórbætirinn köfnunarefnið betur í skítinn og minnkar þannig lyktarmengun og minni lykt þýðir minni losun gróðurhúsalofttegunda þannig að notkun flórbætis dregur úr umhverfisáhrifum.
 
Virðast menn með þessu vera að ná fram minni lyktarmengun ekki ósvipað og gerist þegar unnið er gas úr skítnum. Slíkum aðferðum er mikið beitt í Þýskalandi og víðar um Evrópu þar sem hagkvæmt þykir að keyra dísilvélar á gasinu til raforkuframleiðslu. Í slíkri gasframleiðslu er skítur þá aðeins tiltölulega lítið hlutfall af þeim rotnunarmassa sem notaður er, annars er mikið notað af korni. 
 
Auðveldara að hræra í skítnum
 
„Þegar haughúsið hefur fyllst hefur myndast þykkur massi ofan á sem ekki hefur hræst í kanalnum. Þegar ég tæmdi haughúsið út núna og setti kanalinn í gang þá hrærðist allt upp. Það var ekki þessi massi ofan á. Það vildi safnast skán ofan á kanalinn hjá mér, það kom þykkur haugur ofan á sem hrærðist ekki almennilega upp. Eftir að ég setti flórbætinn í hefur það vandamál minnkað,“ segir Hannes Adolf Magnússon í Eystri-Leirárgörðum.
 
Hann segir að flórbætirinn dragi einnig úr lyktarmengun og undir það tekur Haraldur Magnússon í Belgsholti. 
 
„Ég setti flórbæti í haughúsið fyrir jólin. Þegar við fórum að hræra upp í haugnum uppgötvuðum við að það var minni lyktarmengun en venjulega, um það vorum við sammála feðgarnir. Það gekk mjög vel að hræra upp núna. Svo virðist sem þetta sé mýkra og skíturinn gangi betur saman.“
Haugurin verður meðfærilegri
 
Flórbætir er bætiefni sem sett er í flórinn, en hann er unninn úr steinefnum. Hann gerir hauginn mýkri og meðfærilegri og minnkar ólykt. Þá bindur hann köfnunarefni í áburðinum og gerir áburðavirðið þannig meira.
 
Björgvin Guðmundsson í Vorsabæ í Austur-Landeyjum hefur notað Nova Optimizer flórbæti og segir hræringuna verða mjög jafna með honum.
 
„Hræringin hófst strax, en það hefur oft áður gerst að það myndast þykk skel á haugnum. Það var því allt annað að eiga við hauginn með flórbætinum, hann dreifðist mjög vel og smurðist á túnin.
 
Það myndast þunn himna ofan á haugnum, sem er gott því þá verður ekki uppgufun. Um leið og maður fer að hræra í losnar hún og skíturinn verður eins og sósa. Ég þurfti engu vatni að bæta í haughúsin, eins og stundum þarf að gera undan kálfununum. Þetta svínvirkar! Það myndast engin stífla í haugsugunni og skíturinn dreifist vel á túnin og það er mun minni lykt en venjulega.“
 
Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar um flórbætinn hjá Óskari H. Harðarsyni í Ísco í síma 562-1100. 

2 myndir:

Skylt efni: flórbætir

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...