Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Margir bændur og matvælaframleiðendur endurskoða starfsemi sína í ljósi hækkandi orkukostnaðar.
Margir bændur og matvælaframleiðendur endurskoða starfsemi sína í ljósi hækkandi orkukostnaðar.
Mynd / Randy Fath
Fréttir 24. október 2022

Aðgengi að orku ræður úrslitum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Á fundi þjóðhöfðingja Evrópusambandsins í Prag í Tékklandi á dögunum var til umræðu yfirstandandi orkukrísa í Evrópu ásamt áhrifum hennar á landbúnaðargeirann og matvælaframleiðslu.

Samverkandi þættir hækkandi orkukostnaðar og áhrif þess á verð á raforku, gasi, eldsneyti, áburði og öðrum aðföngum til landbúnaðar, hafa sett aukið álag á bændur og samvinnufélög bænda. Margir framleiðendur er á barmi hruns og eru að endurskoða áframhaldandi starfsemi sína. Jafnvel þó að verð til bænda hafi hækkað hefur það ekki staðið undir miklu meiri hækkun framleiðslukostnaðar með afleiðingum af vaxandi verðbólgu.

„Það að borða í vetur verður jafn stefnumótandi eins og að hita eða lýsa upp heimili fólks. Við þessar óvenjulegu aðstæður, með stríði í Evrópu, er nauðsynlegt að hafa skilvirk, sameiginleg evrópsk viðbrögð sem tryggja þarfir lykilgeira Evrópusambandsins og þegna þeirra ásamt vel starfhæfum innri markaði,“ undirstrikar forseti Evrópusamtaka bænda, Copa Cogeca, Christiane Lambert.

Í kjölfar fundarins í Prag tóku Evrópusamtökin saman sjö atriði sem send voru til Evrópusambandsins og stofnanir þess:

  1. Forgangsraða málefnum bænda og aðfangakeðju landbúnaðarmatvæla bæði í gasskömmtunaráætlunum aðildarríkjanna í samræmi við yfirlýsingu framkvæmda­ stjórnarinnar í júlí og í ráðstöfunum til að draga úr orku.
  2. Undanþiggja framleiðslukeðju landbúnaðarmatvæla frá kröfunni um að draga úr orkunotkun á álagstímum, þar sem það síðarnefnda gæti haft í för með sér alvarlegar truflanir fyrir bændur, alla aðfangakeðjuna, dýravelferð og viðhald matvælaöryggis.
  3. Vissu um aðgengi greinarinnar að orku og minni sveiflur í orkuverði. Framkvæmdastjórnin ætti að skoða leiðir til að tryggja orkuframboð og gas á vettvangi ESB á sanngjörnu verði. Sameina þarf eftirspurn ESB eftir gasi í gegnum orkuvettvang ESB til að auka sameiginlegt pólitískt og markaðslegt vægi sambandsins. Við tökum mark á tilkynningu forseta framkvæmdastjórnarinnar um að hann sé tilbúinn til að ræða þak á verði á gasi sem notað er til raforkuframleiðslu og við bjóðum framkvæmdastjórn ESB að koma með brýnar árangursríkar tillögur um hvernig tímabundið gasverðþak gæti unnið að því að lækka orku/ gas/rafmagnsreikninga en trufla ekki framboð og orkumarkað til lengri tíma litið.
  4. Nauðsynlegt er að auka fjöl­ breytni og orkuframboð með lykil­ hlutverki líforku/lífeldsneytis fyrir ræktun og möguleika á dreifðri endurnýjanlegri orkuframleiðslu á býlum. Framleiðsla á lífgasi og notkun þess til framleiðslu á raforku og hita ætti að styðja enn frekar. Við þurfum einnig sjálfbært og fjölbreytt framboð af CO2 með því að bæta gagnsæi í magn­ og verðupplýsingum á CO2­ markaði til að bæta aðferðir fyrir bæði viðskiptalegt og áhættustýrt framboð. Við þurfum meiri stuðning við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku á bæjum til að draga úr ósjálfstæði á jarðefnaeldsneyti og gasi og minna skriffinnsku á sjálfbærnivottun lífeldsneytis.
  5. Styðja fjárhagslega lausa­ fjárstöðu evrópskra bænda og samvinnufélaga með nýjum aðgerðum ESB. Við þurfum að nota ónotað fé frá ESB sem ætlað er bændasamfélaginu, sveigjanleika til að uppfæra og aðlaga landshluta­ og viðnámsáætlanir og leitast við að fá aðgang að lánsfé með litlum tilkostnaði. Umframhagnaðurinn sem stafar af jarðefnaeldsneyti ætti að nota einnig til að styðja landbúnaðargeirann.
  6. Aðlaga viðmiðanir og lista yfir geira bráðabirgðarammans um ríkisaðstoð á meðan viðhalda þarf góðri starfsemi innri markaðarins í ESB.
  7. Um áburð fara Copa Cogeca fram á tafarlausar aðgerðir til að takast á við skortinn í ESB með gagnsæi á markaði með því að setja upp markaðsathugunarstöðvar fyrir áburð til að bæta þekkingu og upplýsingar um framboð og verð í gegnum mælaborð.

Skylt efni: orkukreppa | utan úr heimi

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...