Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ábúendur tveggja jarða senda sveitarstjórn Reykhólahrepps athugasemd
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2018

Ábúendur tveggja jarða senda sveitarstjórn Reykhólahrepps athugasemd

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ábúendur á tveim bæjum á Reykj­anesi við Þorskafjörð hafa ritað sveitarstjórn Reyk­hóla­hrepps bréf vegna hugmynda um vegalagningu um Reykjanes sem nú er til skoðunar í stað vegar um Teigsskóg sem skilgreind er sem leið Þ.H. í gögnum Vega­gerðarinnar.
 
Bréfið sem Bændablaðið hefur fengið afrit af var undirritað af 7 einstaklingum sem tengdir eru bæjunum Stað og Árbæ þann 3. júlí 2018. Á þeim jörðum er m. a. mikið æðarvarp. Í bréfinu segir: 
 
„Vegna þeirrar nýju hugmyndar um þverun Þorskafjarðar og veg um Reykjanes, í stað Þ.H. leiðar viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Þessi vegur klífur í sundur land 6  jarða sem stundaður er búskapur á. Slíkur vegur með mikilli umferð gerir alla nýtingu erfiða og spillir mjög gildum jarðanna. Varðandi jarðirnar Stað og Árbæ kemur vegurinn yfir ósnortið land, varphólma með miklu friðlýstu æðarvarpi, vog og tjarnir með fjölskrúðugu fuglalífi. Að margra mati hefur svona landsvæði ekki minna verndargildi heldur en margumtöluð Þ.H. leið.“
 
Meinað um aðgang að bréfinu nema gegn skilyrðum
 
Kristinn H. Gunnarsson, fyrr­verandi þingmaður, greinir frá því á vefsíðu sinni, kristinn.is, að Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, hafi þann 10. ágúst sl. neitað blaðinu Vestfirðir um aðgengi að fyrrgreindu bréfi nema gegn ströngum skilyrðum og framvísun persónugagna. 
 
Ingimar segir í svari til Kristins að þetta sé ekki neitun en ber fyrir sig persónuverndarlögum og að þetta sé í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga. 
 
Kallað eftir endurmati í kjölfar keypts álits
 
Bréfið er tilkomið vegna ákvörðunar núverandi sveitar­stjórnar um að óska eftir endurmati Vega­gerðarinnar á lagningu vegar um Reykjanes með þverun yfir mynni Þorskafjarðar. Sveitarstjórn hafði í mars samþykkt að unnið yrði samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar um vegagerð um Teigsskóg. Var þeirri ákvörðun síðan slegið á frest í kjölfar keypts álits athafnamanna í Reykjavík frá norskri verkfræðistofu. Þar var lagt  til að lagður verði vegur yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg. Vegagerðin hafði áður gert úttekt á þessari leið og taldi hana ekki koma til greina vegna kostnaðar. Í rökum Vegagerðarinnar var m.a. bent á að endurbyggja þurfi upp allan veginn um Reykjanes þar sem hann beri ekki umferð sem hlýst af tengingu þjóðvegar um Reykjanes og yfir í Melanes eða Skálanes. Þá hafa talsmenn Vegagerðarinnar bent á að þessar vegabætur um Reykhólasveitarveg með tengingu inn á aðalveg við Berufjörð séu ekki inni í kostnaðargreiningu norsku verkfræðistofunnar. Þrátt fyrir það er Vegagerðin nú með þessa leið til endurskoðunar, enda er skipulagsvaldið í höndum Reykhólahrepps. 
 
Samkvæmt samtölum Bænda­blaðsins við íbúa á svæðinu er alveg ljóst að vegagerð um Reykjanes mun ekki verða að veruleika átakalaust frekar en Teigsskógarleiðin. Er m.a. bent á að eftir eigi að meta áhrif á landbúnað sem þarna er starfræktur og lífríki svæðisins og þar með á viðkvæmt æðarvarp.
 
Pólitískt vandræðamál
 
Virðist ákvörðun forsvarsmanna Reykhólahrepps frá því í vor því ekki skapa sátt heldur vera að steypa málinu í enn harðari deilur. Mál þetta er líka orðið verulega vandræðalegt fyrir stjórnvöld í landinu. Þá sýnir þetta að margra mati í hvaða ógöngur umhverfisverndarumræðan er komin, þar sem hægt er að tefja þjóðhagslega mikilvæg mál án úrlausnar með kærum, að því er virðist í það endalausa. Í áratugi hefur heldur engin ríkisstjórn, samgönguráðherra né umhverfisráðherra treyst sér til að höggva á þennan hnút. Hefur þetta ráðleysi viðgengist þrátt fyrir margítrekaðar ályktanir sveitarstjórna og hagsmunaaðila um að tafir á vegabótum á þessu svæði hafi haft verulega hamlandi áhrif á atvinnuuppbyggingu og byggð á Vestfjörðum. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...