Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dagar við Dýrafjörð
Menning 18. september 2023

Dagar við Dýrafjörð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í áttatíu þáttum – og með ríflega eitt hundrað teiknimyndum – rifjar höfundur upp umhverfi og atvik úr uppvexti sínum þar vestra um miðja síðustu öld.

Teikningar höfundar
Bjarni Guðmundsson.

Útgáfa bókarinnar var formlega kynnt í Samkomuhúsinu í Haugadal í Dýrafirði á dögunum. Þar kom fram að á uppvaxtarárum Bjarna í Dýrafirði var margt að breytast í byggðarlaginu; í daglegum störfum, vinnubrögðum og viðhorfum.

Flestir þáttanna eru kryddaðir teikningum höfundar. Um tilgang bókarinnar segir í formála hennar:

„Ég vona að þú hafir gagn og gaman af verkinu. Mér þætti best ef við lestur þess kviknar hjá þér hugsun um þína eigin aðstöðu, þitt æskuumhverfi. Hver á sína ungdómsveröld. Geyma sambærilega drætti þótt ólíkar séu.

Saman móta þær mynd af fjölbreyttu og síkviku samfélagi, sem á margar og misdjúpar rætur. Til rótanna sækjum við næringu og
þrótt – svo og festu sem nauðsynleg er í hverfulum heimi.“

Kennsla og rannsóknir á Hvanneyri

Bjarni er fæddur og uppalinn á Kirkjubóli í Dýrafirði. Að loknu framhaldsnámi var hann lengi kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands til opinberra starfsloka. Samhliða kennslu stundaði Bjarni rannsóknir,
einkum á verkun fóðurs og tækni við hana og miðlaði bændum fróðleik um fóðurverkun um langt árabil með greinaskrifum og fyrirlestrum á bændafundum víða um land.

Bjarni hefur skrifað bækur um búfræði og búnaðarsögu, m.a. um verkhætti við bústörf svo sem jarðyrkju og heyskap á tuttugustu
öld og breytingar á þeim.

Höfundurinn gefur bókina út sjálfur og er hún fáanleg hjá honum á Hvanneyri á meðan upplag endist.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...