Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Próteinríkt nautakjöts- og kjúklingabaunasalat
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 26. maí 2021

Próteinríkt nautakjöts- og kjúklingabaunasalat

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Lykillinn að vel heppnuðum nautakjötsrétti er eldun á háum hita fyrst, svo að lækka hitann, kjötið eldist inn að kjarna og verður mjúkt og bragðgott. Á stundarfjórðungi má undirbúa og elda þennan fallega, smekklega og góða nautakjötsrétt.

Og hægt að bæta við meira grænmeti og salati og gera hann enn hollari.

Próteinríkt nautakjöts- og kjúklingabaunasalat

Hráefni

 • 70 g klettasalat
 • 5 g góð kryddblanda
 • 20 g sólblómafræ
 • 20 g möndlur
 • 400 g kjúklingabaunir
 • 1 tómatur
 • 1 vorlaukur
 • 2 nautakjötssteikur að eigin vali

Það sem þú þarft aukalega:

 • 1 msk ólífuolía
 • 2 msk jómfrúarolía
 • 2 msk rautt eða hvítvínsedik

Aðferð

Það er mikilvægt að hafa pönnuna mjög heita áður en nautakjötinu er bætt út í, annars getur það soðnað á pönnunni og orðið seigt. Til að tryggja meyrt nautakjöt er einnig mikilvægt að sneiða steikina gegn vöðvanum.

Eldið steikur

Hitið 1 msk. ólífuolíu á meðalstórri pönnu við háan hita (sjá ábendingu um eldun). Kryddið steikurnar með salti og pipar. Lækkið hitann í meðalháan og eldið steikurnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið fyrir miðlungseldað, eða þar til þær eru eldaðar. Takið af pönnunni og hvílið í fjórar mínútur.

Undirbúið hráefni

Á meðan, sneiðið vorlauk þunnt. Saxið tómatinn gróft. Skolið og sigtið vökvann af kjúklingabaunum (oftast auðveldast að kaupa niðursoðnar).

Ristaðar möndlur

Setjið möndlurnar og sólblómafræin á pönnu við meðalhita.

Ristið þar til þetta er orðið fallega brúnt, í 3-4 mínútur. Takið það af pönnunni.

Búið til chimichurri-dressingu

Setjið vorlauk, 2½ tsk. krydd að eigin vali eins og chili, papriku og laukduft, 2 msk. auka jómfrúarolíu og 2 msk. edik á pönnuna.
Kryddið vel með salti og pipar og þeytið til að blanda vel saman. Hitið við meðalhita þar til dressingin kraumar og slökkvið síðan á hitanum.

Skerið steikur

Sneiðið steikurnar þunnt.

Blandið saman klettasalati, kjúklingabaunum, steik, tómati, möndlum, sólblómafræjum og chimichurri-dressingu í stórri skál. Skiptið salatinu niður í skálar til að bera fram.

Ef það á að vera meiri orka er sniðugt að saxa harðsoðin egg og strá yfir salatið.

Sætar kartöflubollur fyrir hamborgara eða samlokur
 • 200 g sætar kartöflur marðar – um það bil 3/4 bolli
 • 180 ml (3/4 bolli) mjólk (eða 100 g súrdeig og 100 g mjólk)
 • 5 g (1 tsk.) þurrger
 • 15 g (2 1/2 msk) púðursykur
 • 50 gr (3 1/2 msk.) ósaltað smjör brætt og við stofuhita
 • 1 egg
 • 500 g (3 1/3 bolli) próteinríkt hveiti
 • 8 g (1 1/2 tsk.) borðsalt

Eggjagljái

 • 1 egg
 • 15 ml (1 msk) mjólk
 • Fræ eða korn til að toppa bollurnar (– eftir smekk)

Sjóðið sætu kartöflurnar og maukið þar til þær eru mjög sléttar. Þetta er hægt að gera í örbylgjuofni, ofni eða með því að sjóða. Látið þetta kólna þar til það nær stofuhita.

Setjið mjólkina í skál eða könnu og hitið hana aðeins í örbylgjuofni (sjá skýringu 1). Þeytið púðursykurinn þar til hann er uppleystur og bætið síðan geri við. Setjið til hliðar í 5 til 10 mínútur eða þar til gerið byrjar að virkjast og þú sérð froðu / loftbólur á yfirborðinu.

Þeytið brædda smjörið (við stofuhita), eggið og maukuðu sætu kartöfluna og setjið allt í skálina í hrærivél með deigkróknum.

Bætið við hveiti og borðsalti og byrjið að hnoða deigið á miðlungs lágum hraða. Hættið að hnoða og skafið brúnir skálarinnar ef þörf krefur. Hnoðið í um það bil 3 mínútur, aukið síðan hraðann í meðalháan og haldið áfram að hnoða í 5 til 7 mínútur.

Setjið deigið á borð sem búið er að strá vel með hveiti – eða á smurðu yfirborði – og takið það saman í stóra kúlu (það verður samt ögn klístrað, það er eðlilegt). Flytjið í hreina skál sem hefur verið smurð létt, hyljið með viskastykki og látið hefast í um það bil eina til eina og hálfa klukkustund – eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.

Kýlið loftið úr deiginu og færið það síðan yfir borð með hveiti á. Skiptið deiginu í 12 jafnar kúlur (eða meira eða minna ef þið viljið smærri eða stærri bollur). Notið vog til að vigta deigið og fá nákvæmlega sömu stærð fyrir hverja bollu.

Fletjið deigkúluna varlega út með fingrunum fyrir hverja bollu, teygið hana út og brjótið síðan hvora hliðina að miðju bollunnar til að skapa spennu í deiginu. Snúið kúlunni við og veltið henni varlega undir lófann – með því að beita smávægilegum þrýstingi á yfirborðið – til að fá fullkomlega kringlótta bollu.

Setjið bollurnar á bökunarplötu og hafið nægilegt pláss á milli hverrar bollu til að þær geti hefast og stækkað aftur. Leyfið þeim að hvíla í annað sinn í 30 til 45 mínútur, eða þar til bollurnar hafa risið aftur.

Hitið ofninn á 180 gráður.

Eggjagljái (valfrjálst)

Undirbúið eggjagljáann rétt áður en þið bakið bollurnar með því að þeyta saman egginu og mjólkinni. Penslið gljáann yfir hverja bollu og stráið svo fræjum (ef þið viljið) á toppinn yfir bollurnar.

Bakið í um það bil 25 mínútur, eða þar til bollurnar eru bústnar og gylltar. Látið kólna alveg í bakkanum áður en sætu kartöflubollurnar eru færðar til.

Gott er að pensla með brúnuðu smjöri þegar þær koma heitar úr ofninum fyrir fullkomin gljáa.

ATH Sæt kartaflan verður léttari eftir bakstur svo það er mikilvægt að byrja á sætri kartöflu sem er þyngri / stærri en mælt er með í kartöflumús.

Skylt efni: nautakjöt

Súr gúrkutíð
Matarkrókurinn 29. september 2022

Súr gúrkutíð

Það er fátt betra en góð súr gúrka. Skiptir þá engu hvort hún fer á hambo...

Ofnbakaður þorskhnakki
Matarkrókurinn 15. september 2022

Ofnbakaður þorskhnakki

Ofnbakaður þorskhnakki með íslensku grænmeti og kremuðu byggi – 4 skammtar.

Þar sem er reykur, er bragð
Matarkrókurinn 1. september 2022

Þar sem er reykur, er bragð

Reykur er sérstaklega áhrifarík leið til að „krydda“ mat. Matur með miklu rey...

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar
Matarkrókurinn 11. ágúst 2022

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

Við höldum okkur við grillið og hér er gamla góða lambið mætt í sumarboðið.

Hressilegt hrásalat
Matarkrókurinn 14. júlí 2022

Hressilegt hrásalat

Það er gaman að grilla en við lifum ekki á grillkjötinu einu saman eða fisknum...

Grillaður grísahnakki fyrir fjóra
Matarkrókurinn 30. júní 2022

Grillaður grísahnakki fyrir fjóra

Við stefnum á að gefa lesendum blaðsins hugmyndir að einföldum og bragðgóðum ...

Hálfgrillaðir kjúklingavængir
Matarkrókurinn 15. júní 2022

Hálfgrillaðir kjúklingavængir

Fátt er betra en djúsí kjúklingavængir sem þarf ekki að hafa mikið fyrir að ...

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka
Matarkrókurinn 22. apríl 2022

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka

Það er alltaf tilvalið að gera góða lambasteik, annaðhvort fylltan hrygg eða pön...