Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ofnsteiktir lambaskankar með fullt af íslensku grænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 11. október 2021

Ofnsteiktir lambaskankar með fullt af íslensku grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Miðjarðarhafskryddað lambakjöt, soðið í rauðvíni og tómatsósu með grænmeti, kryddi og ferskum kryddjurtum. Fullkomið í næsta kvöldmat!

Miðjarðarhafskryddaðir lambaskankar

Hráefni fyrir kryddblöndu:

 • 2¼ tsk. hvítlauksduft
 • 1 tsk. sæt spænsk paprika
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
 • ¾ tsk. malaður múskat

Hráefni fyrir lamb:

 • 6 stk. lambaskankar
 • 2 msk. extra virgin ólífuolía
 • 1 miðlungsstór gulur laukur, gróft saxaður
 • 2 sellerírif, söxuð
 • 3 stórar gulrætur, afhýddar og skornar í stóra bita
 • 500 g kartöflusmælki, skrúbbaðar
 • 2 bollar rauðvín, má nota óáfengt sem fæst í matvörubúðum
 • 3 bollar nautasoð (vatn og kraftur)
 • 1 dós afhýddir tómatar
 • 2 stk. kanilstangir
 • 4 ferskt timian
 • 2 greinar ferskt rósmarín

Aðferð

Hitið ofninn í 170 gráður.

Í lítilli skál, blandið öllu hráefninu í kryddblönduna saman.

Látið lambaskankana á fat og kryddið með kryddblöndunni á öllum hliðum.

Í stórum ofnpotti, hitið 2 msk. ólífuolíu yfir miðlungsháum hita. Brúnið lambaskankana á öllum hliðum (um það bil 8 mínútur eða svo). Flytjið lambaskankana á stóra bakka. Hendið aukafitu og setjið pottinn aftur í hitann.

Bætið nú lauknum, selleríinu, gulrótunum og kartöflunum saman við. Steikið í 5-7 mínútur á meðalháu, eða þar til grænmetið fær lit. Bætið rauðvíni út í, skafið steikarskánina á botninum þannig að hún leysist upp. Eldið stuttlega þannig að vínið minnkar aðeins.

Bætið soði, tómötum, kanilstöngum, timian og rósmarín út í. Stráið smá salti og pipar yfir. Bætið lambaskönkunum aftur í pottinn; þrýstið niður undir yfirborðið. Sjóðið í 10 mínútur. Slökkvið á hitanum.

Hyljið pottinn og flytjið í 170 gráðu heitan ofninn. Eldið í ofninum í 2½ tíma (það er góð hugmynd að athuga reglulega í gegnum eldunina ef þarf að bæta aðeins meiri vökva við. Þegar skankarnir eru tilbúnir mun vökvinn hafa minnkað í um það bil ⅓ af því sem hann var í byrjun).

Á meðan lambaskankarnir eru að eldast, útbúið meðlæti, eins og nýtt grænmeti, sem er bætt í pottinn þegar eldun á eftir um klukkustund.

Berið lambaskanka heita fram með smá af grænmetinu og soðsósunni úr pottinum, sem er gott að bragðbæta og þykkja eftir smekk.

Geymsla afganga: Leyfið lambakjöti að kólna alveg áður en það er geymt.

Geymið í kæli í glerílátum með loki í 3 daga eða svo. Hitið í gegnum miðlungshita, bætið smá vökva við ef þörf krefur.

Hnúðkál, brokkolí og radísusalat

Þessi uppskrift er byggð á íslensku uppskerunni, gott grænmeti sem hægt er að borða hrátt sem meðlæti eða sem forréttur eða millimál.

Hráefni

 • 500 g blandað grænmeti, hnúðkál, svartar radísur og brokkolí, skorið þunnt eða rifið niður (hvaða blöndu sem er)
 • salt eftir smekk um 1/2 tsk.
 • 1½ bolli vatn
 • 1 matskeið sykur
 • ½ bolli hrísgrjónaedik
 • 2 msk. rifin myntulauf eða saxaður kóríander (valfrjálst)

Aðferð
Blandið rifnu grænmetinu í stóra skál og kryddið með um 1/2 tsk salti. Setjið í sigti sem sett er yfir skál eða í vaskinn. Látið standa í um 30 mínútur.

Á meðan er vatni, sykri og ediki blandað saman í pott, suðan látin koma upp og tekin af hitanum. Hellið í skálina sem grænmetið var blandað í og látið kólna niður í stofuhita.

Skolið grænmetið stuttlega og kreistið það þurrt. Bætið í skálina með ediksblöndunni og hrærið saman. Geymið í kæli í eina klukkustund eða lengur. Til að bera fram, takið grænmetið úr edikbaði með skeið og raðið á fat. Skreytið með myntu eða kóríander og berið fram.

Skylt efni: lamb | lambaskankar

Súr gúrkutíð
Matarkrókurinn 29. september 2022

Súr gúrkutíð

Það er fátt betra en góð súr gúrka. Skiptir þá engu hvort hún fer á hambo...

Ofnbakaður þorskhnakki
Matarkrókurinn 15. september 2022

Ofnbakaður þorskhnakki

Ofnbakaður þorskhnakki með íslensku grænmeti og kremuðu byggi – 4 skammtar.

Þar sem er reykur, er bragð
Matarkrókurinn 1. september 2022

Þar sem er reykur, er bragð

Reykur er sérstaklega áhrifarík leið til að „krydda“ mat. Matur með miklu rey...

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar
Matarkrókurinn 11. ágúst 2022

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

Við höldum okkur við grillið og hér er gamla góða lambið mætt í sumarboðið.

Hressilegt hrásalat
Matarkrókurinn 14. júlí 2022

Hressilegt hrásalat

Það er gaman að grilla en við lifum ekki á grillkjötinu einu saman eða fisknum...

Grillaður grísahnakki fyrir fjóra
Matarkrókurinn 30. júní 2022

Grillaður grísahnakki fyrir fjóra

Við stefnum á að gefa lesendum blaðsins hugmyndir að einföldum og bragðgóðum ...

Hálfgrillaðir kjúklingavængir
Matarkrókurinn 15. júní 2022

Hálfgrillaðir kjúklingavængir

Fátt er betra en djúsí kjúklingavængir sem þarf ekki að hafa mikið fyrir að ...

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka
Matarkrókurinn 22. apríl 2022

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka

Það er alltaf tilvalið að gera góða lambasteik, annaðhvort fylltan hrygg eða pön...