Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lambakótelettur og ristað blómkál
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 1. október 2021

Lambakótelettur og ristað blómkál

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er sláturtíð og ef fólk á ber í frysti er hægt að gera veislu með hjálp frá náttúrunni og tilvalið að setja lambakjöt á matseðillinn.

Ekki skemmir að kryddleggja það og framreiða með nóg af grænmeti og kartöflum. Hægt er líka að breyta til með því að nota kalkúnalæri, íslenskt haustgrænmeti eða góða íslenska sveppi – og jafnvel villisveppi ef það hefur verið tími fyrir sveppamó.

Lambið
  • Um fjórar 200 g hreinsaðar
  • lambakótelettur (kóróna)
  • 2 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur
  • 11/2 tsk. saxað rósmarín
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • Nýmalaður pipar
  • 100 ml auk 1 msk. ólífuolíu
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 200 g nýtt grænmeti
  • 200 g villisveppir

Aðferð

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið við olíu og kryddið. Marinerið lambasteikina í að minnsta kosti 10 mínútur.

Steikið á pönnu með grænmeti og sveppum í um 4 mínútur á hvorri hlið (miðlungs elduð). Færið pönnuna í ofn eða á ofnfast fat í 5 mínútur og berið fram.

Ristað blómkál og kalkúnalæri með parmesanosti
  • 3 kalkúnalæri úrbeinuð (u.þ.b. 700 g)
  • 2 msk. ólífuolía, skipt
  • 1 haus blómkál (um það bil 1 kg), snyrt, brotinn í stóra bita
  • 80 g smjör
  • 40 g brauðmylsna
  • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1/3 bolli (25g) fínt rifinn parmesan
  • 1 msk. fínsöxuð fersk steinselja

Aðferð

Setjið ofngrindina í miðju ofnsins. Hitið ofninn í 230 gráður.

Í stórri skál, setjið kalkúnalæri penslað með 1 msk. olíu. Kryddið með salti. Færið á bakka. Eldið og snúið til hálfs í eldun, í 20 mínútur. Eða þar til er eldað í gegn.

Setjið blómkálið í stóra skál með 1 matskeið olíu.

Kryddið með salti. Bætið blómkáli við bakkann, því sem eftir er. Eldið með kalkúninum í 15 mínútur eða þar til blómkál er meyrt og karamelliserað.

Á meðan, í meðalstórri pönnu, eldið smjörið, hrærið yfir miðlungs hita í 3 mínútur eða þar til það er ljósbrúnt á litinn. Hrærið brauðmylsnu og pipar saman við, ef það er notað, og setjið til hliðar.

Setjið kalkúnalæri og blómkál í stórt fat. Veltið upp úr brúnuðu smjöri, ristaðri brauðmylsnu og stráið parmesan og steinselju yfir.

Skylt efni: lambakjöt

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...