Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 12 ára.
Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð
Matarkrókurinn 25. október 2013

Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð

Það var ekki fyrr en ég fór að gera mínar eigin pylsur að ég lærði að meta þær almennilega. Og pylsugerð er stórskemmtileg. Það hefur æxlast svo að sonur minn, Vilhjálmur Bjarki, er mér ávallt innan handar við pylsugerðina. Það þarf að nálgast gott hráefni til að gera góðar pylsur og það er ennþá mikilvægara að þær innihaldi nægjanlegt magn fitu. Oft er talað um að pylsur þurfi að innihalda 30% fitu eigi þær ekki
verða þurrar og óspennandi. Pylsugerð krefst sérútbúnaðar. Þú þarft að eiga kjötkvörn og
hólk til að þræða garnirnar upp á. Það fást sérstakar viðbætur við margar gerðir matvinnsluvéla fyrir pylsugerðina og þá verður vinnslan leikur einn. Svo þarf auðvitað að nálgast garnir – þær er t.d. hægt að fá hjá Kjöthöllinni.

Heimagerðar Chorizo-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› 6 hvítlausrif
› 1 tsk. kóríander
› 2 msk. sætt paprikuduft
› 2 msk. reykt paprikuduft
› 1 msk. sterkt paprikuduft
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, ferskum smátt söxuðum hvítlauk, kóríander og öllu paprikuduftinu og hnoðið vel.
Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni.
Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Heimagerðar Bratwurst-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› garnir
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum, múskatinu og sinnepsduftinu og hnoðið vel. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Cumberland-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 tsk. hvítlauksduft
› 2 g sinnepsduft
› 2 msk. smátt söxuð salvía
› 2 msk. smátt söxuð steinselja
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, hvítlauksduftinu, salvíunni og steinseljunni og hnoðið vel saman. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur. Berið fram með smjörsteiktu fennel og einfaldri soðsósu.

 

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...