Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. maí 2023

Vilhjálmur og Elínborg handhafar verðlauna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson hlutu garðyrkjuverðlaun á sérstakri hátíðardagskrá Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi sem stóð fyrir opnu húsi á sumardaginn fyrsta.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra færði þeim Elínborgu Erlu og Vilhjálmi verðlaunin.Elínborg Erla hlaut hvatningaverðlaun en hún er, garðyrkjuframleiðandi á Breiðargerði í Skagafirði. Hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum 2020. Í Skagafirði stundar hún lífræna útiræktun á grænmeti auk þess að vera með ræktun í þremur gróðurhúsum.

Þar að auki er skógrækt á jörð hennar á um 50 hektara svæði samkvæmt samningi við Skógræktina og gróðursettar um 10 þúsund plöntur á ári. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar í ár fékk Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur. Vilhjálmur er stúdent frá MR 1961 og hélt svo til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi í efnaverkfræði.

Vilhjálmur gegndi stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og síðar RANNÍS um langt árabil. Auk þess gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld sem fulltrúi í nefndum og ráðum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hann hefur einnig sinnt ritstörfum meðfram öðrum störfum og ritstýrði m.a. Riti Landverndar, bakgrunnsskýrslum á úttektum OECD á vísinda- og tæknistefnu Íslendinga og Garðyrkjuriti Garðyrkjufélags Íslands.

Vilhjálmur Lúðvíksson hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2023. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi í skógrækt og garðyrkju um langt árabil og stuðlað að ýmsum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif til langs frama.

Skylt efni: Garðyrkjuskólinn

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...