Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tvímennt í hverju rúmi
Líf og starf 8. desember 2022

Tvímennt í hverju rúmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi og með annan fótinn í fornum tíma. Í bókinni Guðni – Flói bernsku minnar sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð.

Guðni segir að í bókinni sé að finna sögu sveitanna og sögu sveitarinnar þar sem hann ólst upp í sjötíu ár og saga fólksins. „Í bókinni segi ég frá því merkilega fólki sem gerði Ísland að því sem það er í dag. Þarna er að finna karaktera sem eru fram úr hófi merkilegir og kunnu að svara fyrir sig. Sögur af mörgum litríkum persónum og atburðum.“

Guðjón Ragnar Jónsson skrásetur sögurnar eftir Guðna, sem segir að sér sé tamt að tala og segja sögur.

Saga fólksins í sveitinni

„Það koma margar persónur fram í bókinni og þar á meðal Bobby Fischer sem ég tel orðið sveitunga minn, enda liggur hann í kirkjugarði sveitarinnar. Sjálfur lít ég á bókina sem bók sveitamanna og tel að hver sá sem les sögurnar muni þekkja marga karakterana úr sinni sveit.
Fólkið sem sagt er frá var hvorki menntað né langskólagengið og í mesta lagi fengið kennslu í farskóla og barnaskóla en þrátt fyrir það gríðarlega öflugir einstaklingar sem til eru skemmtilegar sögur af.“

Huldukonan á Brúnastöðum

Bókin segir einnig frá lífinu á Brúnastöðum, æskuheimili Guðna. „Ég segi mikið frá móður minni sem var kölluð huldukonan en það hefur ekki verið gert áður.

Faðir minn var þingmaður og áberandi en móðir mín lítið fyrir sviðsljósið og það fór lítið fyrir henni á mannamótum. Hún átti sextán börn á tuttugu og einu ári og mikill skörungur á sinn hægláta hátt.

Í bókinni er að finna teikningu Sigmund, sem teiknaði lengi skopmyndir fyrir Morgunblaðið, af æskuheimili mínu, 70 fermetra, þar sem tvímennt er í hverju rúmi.“

Lifandi lýsingar

Í frásögnum Guðna má greina einlægni og jafnvel söknuð eftir veröld sem var, þegar hugur var í mönnum og sveitirnar að styrkjast en á sama tíma er glettnin aldrei langt undan. Í bókinni, sem er bæði fróðleg og skemmtileg lesning, er að finna sögur af föngum af Litla-Hrauni sem sluppu út, af skemmtilegum atburðum og mönnum eins og Kristni í Halakoti og Sigga á Neistastöðum.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...

„Þetta var bölvaður bastarður “
Líf og starf 19. janúar 2023

„Þetta var bölvaður bastarður “

Sigurður Lyngberg Magnússon verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvé...

Verðum að temja okkur breytt viðhorf
Líf og starf 18. janúar 2023

Verðum að temja okkur breytt viðhorf

Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs um áramótin en síðus...