Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Líf og starf 6. janúar 2023

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Engin tilboð bárust um innflutning á plöntum í tveimur tollskrárnúmerum. Þrjú tilboð bárust í innflutning á plöntum í öðrum tollflokkum.

Engin tilboð bárust um innflutning á blómstrandi plöntum með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar, úr tollskrárnúmerum (0602.9081-9083 og 0602.9088). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 2.200 stykkjum. Sömu sögu er að segja um tilboð um innflutning á pottaplöntum til og með einum metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna í tollskrárnúmeri (0602.9093). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 3.000 stykkjum.

Tvö þúsund rósir

Þrjú tilboð bárust um innflutning á rósum úr tollskrárnúmeri (0603.1100), samtals 5.000 stykkjum, á meðalverðinu 61 króna stykkið. Hæsta boð var 62 krónur stykkið en lægsta boð var 59 krónur stykkið. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki, Grænum markaði ehf., um innflutning á 2.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 62 krónur stykkið.

Níu þúsund tryggðarblóm

Einnig bárust þrjú tilboð um innflutning á tryggðablómum úr tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 16.000 stykkjum, á meðalverðinu 53 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 42 krónur stykkið. Tilboðum, um innflutning á 9.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 60 krónur stykkið, var tekið frá tveimur fyrirtækjum, Garðheimum – Gróðurvörur ehf., 2.000 stykki og Samasem ehf., 7000 stykki.

166.250 afskorin blóm

Þrjú tilboð bárust um innflutning á afskornum blómum og blómknöppum sem notað er í vendi úr tollskrárnúmerum (0603.1903, 0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999), samtals 226.250 stykkjum. á meðalverðinu 37 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 5 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 166.250 stykkjum á jafnvægisverðinu 5 krónur stykkið. Um er að ræða Garðheima – Gróðurvörur ehf., 10. 000 stykki, Grænn markaður, 50.000 stykki og Samasem, 106.250 stykki.

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...