Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjárhúsin sem stendur til að endurreisa svo þau geti hýst verksmiðjuna.
Fjárhúsin sem stendur til að endurreisa svo þau geti hýst verksmiðjuna.
Mynd / Urður Ull
Líf og starf 26. júní 2024

Smáspunaverksmiðja mun rísa í Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Rauðbarðaholti í Dölum búa þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Einar Hlöðver Erlingsson sem hafa sett stefnuna á að reisa smáspunaverksmiðju á næsta ári. Ef allt gengur að óskum verður hún gangsett í apríl.

Einar Hlöðver Erlingsson og dætur hans Auður Linda tíu ára og Freyja Sjöfn sjö ára.

Einar Hlöðver er uppalinn í Rauðbarðaholti, en það eru móðir hans og maður hennar sem eru með sauðfjárbúskap á bænum.

Í bígerð er að gera upp gömul fjárhús á bænum sem eiga svo að hýsa verksmiðjuna sem verður rekin undir heitinu Urður Ull. „Okkur langar, að minnsta kosti fyrst um sinn, að vinna lambsullina eina og sér enda er það mýksta og verðmætasta ullin. Við viljum nýta mislita ull jafnt sem þá hvítu, gráu, svörtu og mórauðu og leyfa náttúrulegri litadýrð að njóta sín þannig að hver framleiðslulota verði einstök. Við viljum einnig stuðla að hærra afurðaverði til bænda og mun verða greitt jafnt fyrir alla liti. Það er búið að leggja inn pöntun fyrir ullarvinnsluvélunum en þær eru ekki væntanlegar til landsins fyrr en um áramót,“ segir Ingibjörg.

„Þetta verður lítil smáspunaverksmiðja sem á ensku er kallað MiniMill og er sambærileg við verksmiðjurnar í Gilhaga og Uppspuna,“ heldur hún áfram.

Ullin rakin á bæina

Varðandi verkferlana í verksmiðjunni, þá sér Ingibjörg fyrir sér að geta rakið ullina niður á þann bæ sem hún kemur frá en ekki niður á stakt reyfi. „Það verður þó aðeins að fá að koma í ljós þegar við fáum vélarnar og byrjum að vinna með þær. Við erum ekki farin af stað enn þá að kynna verkefnið fyrir bændum sérstaklega en ég geri ráð fyrir að gera það í haust. En okkur finnst mikilvægt að koma á beinu samtali á milli okkar og bænda. Við finnum nú þegar fyrir miklum áhuga í samfélaginu á þessu verkefni og vonumst til að fá góð viðbrögð frá bændum í Dalabyggð þegar við förum að kynna verkefnið nánar.“

Lambsullin er mýksta og verðmætasta ullin.
Áætlaður kostnaður 60 milljónir

Að sögn Ingibjargar hafa fengist tæpar þrjár milljónir króna í styrk í gegnum verkefnið DalaAuð og tvær milljónir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

„Við erum að gera ráð fyrir að það kosti um 60 milljónir að koma verksmiðjunni upp, það er vélar og húsnæði, þannig að þetta er um átta prósent sem við erum búin að fá í styrki. Við erum í samtali við Byggðastofnun um lán til fjármögnunar á því sem stendur út af.“

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.