Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Sálnasafnarinn er fyrsta skáldsaga Þórs Tulinius en hann hefur áður skrifað smásögur, leikrit og leikþætti fyrir leikhús þar sem hann hefur lengi starfað bæði sem leikari og leikstjóri.

Í kynningu útgefanda segir að Sálnasafnarinn fjalli um ungan prest sem hafi þá náðargáfu að geta leyst vandamál fólks með látbragði sínu og nokkurs konar töfrum. Lesandinn er leiddur gegnum bernsku hans og reynsluheim, þar sem skýringar má finna á því hvernig hann hefur öðlast þessa sérstöku gáfu. Með tímanum þjálfi hinn ungi prestur þennan hæfileika sinn og beiti honum í prestsstarfinu, þó að stundum missi hann tökin á aðstæðum. Sagan sé um mann sem eigi í stríði við sinn eigin skugga og spurt er hvað búi á bak við rólegt og hreinlynt viðmót hans.

Útgefandi segir söguna bæði frumlega og sérstaka. Hún var upphaflega verkefni Þórs til MA-prófs í ritlist við Háskóla Íslands árið 2014 og sagði þar í ágripi að „í Sálnasafnaranum er varpað fram spurningum um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja, um ofbeldi og misnotkun valds, um kærleikann og nándina sem myndast getur á milli fólks, en verður svo auðveldlega spillt ef fyllstu virðingar er ekki gætt“.

Bókin er 278 bls., kilja, prentuð í Prentmiðlun. Bókstafur gefur út.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...