Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins.
Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 28. september 2022

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð sem kvenfélagið Eining stendur fyrir.

Mikið af munum hafa safnast á sýningu með alls konar saumaskap, eins og dúkar, púðar, myndir, fatnaður, skólahandavinna og margt, margt fleira. „Við í Kvenfélaginu Einingu ákváðum á vorfundinum okkar að nú skyldi hefja saumaskap til vegs og virðingar og halda veglega sýningu á saumi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður kvenfélagsins, „og við ákváðum að einskorða sýninguna við handavinnu, sem unnin er með nál.“

Prjónaðar nærbuxur ekki þægilegar

Margrét segir að þegar kvenfélagskonurnar fóru að vinna með hugmyndina sáu þær strax hversu víða nálin kemur við sögu í lífi okkar allra.  „Án nálar væru til dæmis fötin okkar sennilega öll ýmist hekluð eða prjónuð, sem er ágætt í sumum tilvikum, en prjónaðar nærbuxur væru kannski ekki svo þægilegar. Hvernig hefðu formæður okkar getað stoppað í sokka án nálar eða bara saumað sláturkeppi?“ segir Margrét hlæjandi.

„Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst að reyna að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þess að halda í þennan hluta menningararfs okkar,“ bætir Margrét við.

Félagsheimilið Goðalandi

Sýningin verður í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð og stendur frá 24. september til 9. október. Hún er opin frá 12 til 18 laugardaga og sunnudaga. Auk þess sem tekið verður á móti hópum á virkum dögum. Aðgangur er ókeypis.

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“
Líf og starf 5. mars 2024

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Svövu Jakobsdóttur.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...