Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bókin Ræktum býflugur er hægt að fá endurgjaldslaust á vefnum byfluga.is.
Bókin Ræktum býflugur er hægt að fá endurgjaldslaust á vefnum byfluga.is.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 7. júní 2024

Rafbók um býflugur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ingvar Sigurðsson, býflugnabóndi í Hveragerði, gefur út 130 síðna rit um býflugnaræktun.

Höfundurinn Ingvar Sigurðsson

Bókina verður hægt að nálgast endurgjaldslaust á vefsíðunni byfluga.is á næstu dögum. Ingvar segir í fréttatilkynningu að honum hafi fundist vanta aðgengilegar upplýsingar um býflugnaræktun á íslensku. Ritverkið er handbók um þau atriði sem þarf að hafa í huga við upphaf býræktunar, býkúpur, klæðnað, fóður, verkfæri og fleira. 

Lifandi verkefni

Ingvar segir hugmyndina vera þá að bókin verði opið verkefni sem geti þróast með tímanum. Lesendur geti því sent inn breytingartillögur og komið með ábendingar um efni sem hægt væri að bæta við. „Á þann hátt getur bókin stækkað og orðið að meira gagni með tíð og tíma,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þá kemur fram að í bókinni sé farið yfir yfirvetrunaraðferðir sem hafi gefið góða raun á norrænum og köldum slóðum, eins og í norðanverðum Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og víðar. Býflugnadauði hafi gert íslenskum bændum erfitt fyrir, en með réttum búnaði og aðferðum sé hægt að minnka afföllin verulega.

Hentar með landbúnaði

Jafnframt kemur fram að býflugnaræktun geti hentað með landbúnaði, en uppskera repjufræja geti aukist um fimmtán prósent í návígi við býflugnabú. Þeir sem rækti iðnaðarhamp geti safnað miklu frjói, sem sé verðmæt fæða. Þá skapi skógrækt góðar aðstæður fyrir býflugurnar.

Bókarhöfundurinn segist hafa unnið verkefnið í kyrrþey og upp á eigin spýtur. Hann sé ekki skráður í Býflugnaræktendafélagi Íslands, en sé hluti af litlum hóp ræktenda sem hafi flutt inn býflugur frá Álandseyjum. Frá árinu 2000 hefur hann viðað að sér miklum fróðleik um búgreinina og ræktað býflugur sjálfur frá 2019.

Skylt efni: býflugur

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.