Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjugúrú og þjóðargersemi, með nýju pottaplöntubókina.
Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjugúrú og þjóðargersemi, með nýju pottaplöntubókina.
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar aðstæður. Höfundur er Hafsteinn Hafliðason sem er margverðlaunaður fyrir ævistarf sitt sem tengist garðyrkju og ræktun og ekki síst fræðslu.

Hafsteinn segir að í bókinni fjalli hann um margar af þeim pottaplöntum sem hann hefur rekist á og viti að hafa verið í ræktun hér á landi. „Ég hef lengi viðað að mér upplýsingum um pottaplöntur en vinna við bókina hófst fyrir alvöru snemma síðastliðið vor og ég sat við langt fram á haust. Þó ég hafi nú ekki reynslu af því að rækta allar tegundirnar í bókinni þá þekki ég þær flestar, hef fylgst með tískustraumunum og kynnst þeim tegundum sem hafa ratað hingað upp á land. Lesendur ættu því að finna ansi gott yfirlit í bókinni yfir flestar ættkvíslir stofublóma.“

Ræktum garðinn

Auk þess að vinna að gerð bókarinnar vann Hafsteinn við gerð sjónvarpsþátta síðastliðið sumar þar sem hann fjallaði um vinsælar garð- og skálaplöntur sem ræktaðar eru í pottum.

Hafsteinn segir að talsverðar tískusveiflur sé á blómamarkaði og plöntur detti í og úr tísku. „Í dag eru alls kyns skræpur vinsælar en það er plöntuafbrigði með marglitum blöðum. Gömlu góðu ömmublómin sem eru plöntur sem voru vinsælar fyrir og um miðja síðustu öld eru líka margar að komast aftur í tísku, ekkert nema gott um það að segja því reynslan af mörgum þeirra er góð.“

Að sögn Hafsteins er mikið að nýjum gerðum og sortum pottaplantna mikið framræktaðar og oft um að ræða afleggjara af sömu plöntu sem hefur verið á einhvern hátt sérstök og eftirsótt og því fjölgað endalaust kynlaust.

Flóra íslenskra pottaplantna

Í bókinni, sem er eins konar flóra íslenskra pottaplantna, er fjallað um hátt í 350 tegundir og tilbrigði og myndir eru af þeim flestum. Sagt er frá uppruna plantnanna, þeim lýst og fjallað um umhirðu þeirra. Hvernig á að hugsa um stofublómin, hvaða staðsetning og birta hentar þeim best, hvernig mold kýs plantan, hvað á að gefa henni mikinn áburð og hvað á að vökva hana mikið?

Garðyrkjugúrú og þjóðargersemi

Allt í blóma er mikill akkur fyrir fólk sem hefur áhuga á allri garðyrkju enda er Hafsteinn Hafliðason stórveldi þegar kemur að gróðri, ræktun og fræðslu. Í bókinni Allt í blóma beinir hann sýn sinni að inniplöntum sem ræktaðar hafa verið á Íslandi og eys af ótæmandi viskubrunni sínum og vökvar fróðleiksfúst ræktunarfólk með áburðarlausum fróðleik og skemmtun. Hafsteinn er garðyrkjugúrú og þjóðargersemi.

Skylt efni: Hafsteinn Hafliðason

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...