Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jónas Baldursson og Ragnhildur Friðriksdóttir, starfsmenn Matís, að vinna með moltu. Matís fékk þrjár tegundir af moltu til að prófa, m.a. frá gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA sem er í eigu Sorpu. Sú molta reyndist ónothæf vegna aukaefna sem í henni eru. Þurfti reyndar undanþágu frá reglum til að gera prófanir með notkun hennar á afmörkuðu svæði.
Jónas Baldursson og Ragnhildur Friðriksdóttir, starfsmenn Matís, að vinna með moltu. Matís fékk þrjár tegundir af moltu til að prófa, m.a. frá gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA sem er í eigu Sorpu. Sú molta reyndist ónothæf vegna aukaefna sem í henni eru. Þurfti reyndar undanþágu frá reglum til að gera prófanir með notkun hennar á afmörkuðu svæði.
Líf og starf 6. júlí 2021

Nýta „fiskeldismykju”, mannaseyru, moltu, brennistein og fleira sem áburð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á dögunum fór fram undir­bún­ingur og hráefnaöflun fyrir fyrstu jarðræktartilraunir hjá Landgræðslunni og Landbúnaðar­háskóla Íslands. Verkefnið er til tveggja ára en jarðræktartilraunir verða endurskoðaðar og endur­teknar næsta sumar. Að verk­efninu koma Matís, Atmonia, Land­búnaðar­háskóli Íslands, Land­græðslan, Hafró og Lands­virkjun.

Starfsmenn Matís hafa staðið í ströngu við að safna hráefnum og útbúa áburðarblöndur fyrir verkefnið Sjálfbær áburðarvinnsla sem styrkt var af Markáætlun Rannís. Í verkefninu er unnið að því að kortleggja magn lífrænna aukahráefna og vandamálaúrgangs sem fellur til á Íslandi með það í huga að nýta hann í landgræðslu og til jarðræktar.

Nýsköpunarfyrirtækið Atmonia tekur einnig þátt í verk­efninu en fyrirtækið þróar umhverfis­vænan framleiðsluferil fyrir köfnunarefnisáburð.

Úrgangi safnað fyrir jarðgerðar­til­raunina.

Nýting á lífrænu hráefni sem til fellur hjá íslenskum iðnaði

Með aukinni nýtingu þess lífræna hráefnis sem til fellur hjá íslenskum iðnaði og blöndun þess við mikilvæg næringarefni, svo sem köfnunarefnis og brennisteins, er hægt að draga verulega úr innflutningi á tilbúnum áburði. Um leið er hægt að loka hringrásinni og minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Meðhöndlun og notkun lífrænna hráefna í áburð fylgir oft mikið umstang auk þess sem slík meðhöndlun er kostnaðarsöm. Mikið magn hráefna þarf jafnan til að uppfylla næringarþörf í landbúnaði og landgræðslu auk þess að næringarsamsetningin er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Í verkefninu verður því leitast við að finna leiðir til að bæta lífræn áburðarefni og draga um leið úr flutningskostnaði og útblæstri.

Unnið úr „vandamálaúrgangi“

Í tilraunum sumarsins er áhersla lögð á hráefni sem unnin hafa verið úr „vandamálaúrgangi“, þ.e. sláturúrgangi, matarleifum og seyru. Gerðar verða prófanir með „fiskeldismykju“, mannaseyru, þrjár moltutegundir, kjötmjöl, bokashi, kúamykju og kjúklingaskít. Hráefnin verða borin á jarðræktarsvæði í vor, annars vegar óblönduð og hins vegar með viðbættu köfnunarefni og brennistein.

Seyran kalkblönduð

Marvin Ingi Einarsson er tengiliður verkefnisins hjá Matís. Hann segir að seyran sem fengin var komi frá Hveragerði. Er hún skilin úr skólpinu og ekki meðhöndluð að öðru leyti en því að í hana er bætt kalki til að hún standist reglugerð.

Úr þessari jarðgerðartilraun vonast menn til að fá mikil­vægan samanburð á efnum sem notuð eru, auk saman­burðar við tilbúinn áburð. Niður­stöðurnar munu varpa ljósi á gæði þessara hráefna, hvort hægt sé að nota minna hráefni ef næringarsamsetningin er stillt af og hvort þau séu fýsilegur kostur í land­búnaði og landgræðslu.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...