Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá Meistarabúðum kugmyndasmiða sem fóru fram í Elliðaárstöð í júní. Ungir hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum nýsköpunarhæfni.
Frá Meistarabúðum kugmyndasmiða sem fóru fram í Elliðaárstöð í júní. Ungir hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum nýsköpunarhæfni.
Mynd / Hugmyndasmiðir
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar. Forsvarsmenn verkefnisins hafa gefið út bók og sjónvarpsþætti og eru með reglulegar smiðjur og námskeið í Elliðaárdal.

Svava Björk Ólafsdóttir

Á bak við Hugmyndasmiði eru þrír aðilar. Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun, Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og verkefnastjóri og Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhöfundur. „Við mynduðum þetta teymi því að okkur fannst vanta vettvang fyrir börn til að fræðast meira um nýsköpun og vildum skapa fleiri frumkvöðla fyrir framtíðina,“ segir Svava Björk.

„Fókusinn okkar er nánast alltaf á umhverfi og sjálfbærni. Við erum alltaf að leita leiða til að skapa til dæmis eitthvað nýtt úr gömlu,“ segir Svava. Á Verkstæði hugmyndasmiða í rafstöðinni í Elliðaárdal er að jafnaði einu sinni í mánuði tekið á móti skapandi krökkum á aldrinum sex til tólf ára ásamt foreldrum þeirra. „Þar erum við með eitthvað ákveðið þema og í næstu smiðju, sem verður 22. nóvember, á að hanna og smíða ný hljóðfæri,“ segir Svava. Næsta Verkstæði þar á eftir verður 6. desember.

„Á hverju sumri erum við með námskeið fyrir 9 til 11 ára sem heitir Meistarabúðir, þar sem krakkarnir eru hjá okkur í nærri heila viku og læra að verða hugmyndasmiðir. Þar fá þau að smíða, byggja, leika og vera forvitin. Þessa dagana erum við að stilla upp skemmtilegri dagskrá eftir áramót í Elliðaárstöð. Meðal annars erum við að huga að því hvernig við getum búið til gagnvirkt kennsluefni þannig að krakkar sem koma í skólaheimsóknum fái fræðsluna beint í æð.

Í upphafi árs 2024 gáfum við út bók sem heitir Frábær hugmynd, sem er leiðarvísir fyrir unga krakka sem vilja verða hugmyndasmiðir. Samhliða bókinni komu út þættir á Krakka RÚV sem heita líka Frábær hugmynd og þetta tvennt talar saman. Sömuleiðis gerðum við þætti þar sem við fórum hringinn í kringum landið og hittum frumkvöðla, tókum viðtöl við þau og fengum að heyra hvernig krakkar þau hefðu verið og að hverju þau væru að vinna að í dag,“ segir Svava, en síðarnefndu þættirnir eru aðgengilegir á vefsíðu Hugmyndasmiða.

„Ég vil trúa því að þeim mun fleiri sem læra nýsköpunarhæfni, sem er að taka eftir vandamálum, móta lausnir og keyra áfram, þeim mun bjartsýnni verð ég fyrir góðum heimi. Ég held að við þurfum fólk sem er tilbúið til að hugsa öðruvísi, vera forvitið og skapa nýjar lausnir fyrir okkur öll – samfélaginu til góða. Nýsköpunarhæfni gagnast fólki á öllum sviðum, sama í hvaða starfi það er,“ segir Svava.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...