Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla.
Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla.
Mynd / Stefán Friðrik
Líf og starf 7. nóvember 2023

Landbúnaður innblástur leiksvæðis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rúmlega hundrað börn sækja nám í nýjum leikskóla sem tók til starfa í Rangárþingi eystra í haust.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli er átta deilda leikskóli og getur tekið á móti 180 börnum. Útisvæði skólans endurspeglar þá staðreynd að sveitarfélagið er mikið landbúnaðarsvæði.

„Framkvæmdir gengu virkilega vel og voru að mestu innan tíma- og fjárramma. Undanfarin tvö ár hafa ekki verið auðveld fyrir börn, foreldra og starfsmenn leikskólans. En vegna myglu þá þurfti að bregðast við og skipta deildum upp á nokkra staði í þorpinu. Engu að síður þá gekk þetta allt saman ótrúlega vel. Það er einvörðungu vegna þess að allir lögðust á eitt.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli getur tekið á móti 180 börnum. Mynd / Aðsend

Útisvæðið er algjörlega framúrskarandi að mínu viti og talar mjög vel í þær áherslur sem við hjá sveitarfélaginu erum með þegar kemur að börnunum okkar. Skapandi og frjótt samfélag,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Jóhann Pétursson, landslags- arkitektar hjá Landmótun, hönnuðu útisvæðið ásamt Huldu Davíðsdóttur og Írisi Reynisdóttur en hugmyndir starfsfólks leikskólans voru hafðar til hliðsjónar við hönnun.

Þar má m.a. finna íslenskar fjárréttir, fjölbreytt gróðursvæði og svæði til matjurtaræktar. „Náttúrulegur efniviður og frjáls leikur með hugmyndaflug barnanna að vopni var áherslupunktur leikskólastarfsmanna sem var ánægjulegt að vinna með og útfæra. Náttúruleikurinn er byggður upp með efnivið úr nærliggjandi skógrækt sem og tilfallandi grjóti af svæðinu,“ segir Aðalheiður. 

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...