Hér er hreindýrið Birgitta Brynjarsdóttir að hughreysta jólaköttinn, hann Hall ... sem virðist alveg vera á síðustu metrunum.
Hér er hreindýrið Birgitta Brynjarsdóttir að hughreysta jólaköttinn, hann Hall ... sem virðist alveg vera á síðustu metrunum.
Mynd / Bubbi photography
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir telja sig vera. Margir kannast þó við að passa ekki alltaf inn í eða vera frábrugðinn öðrum, meira að segja jólakötturinn!

Jólasýning Freyvagnsleikhússins að þessu sinni hleypir gestum sínum inn í hugarheim jólakattarins sjálfs, sem fær algerlega nóg af gleðinni í kringum sig og ákveður að fara að heiman, fúll og önugur. Um ræðir hugljúft jólaævintýri eftir formann Freyvangs, Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem byggir söguna á hinum alíslenska jólaketti auk annarra vel þekktra sögupersóna.

Jóhanna sér um leikstjórn verksins sem frumsýnt er þann 21. nóvember kl. 20 og hentar öllum aldurshópum. Tónlistin er í höndum Eiríks Bóassonar, sem frumsemur tónana – nú í þriðja sinn fyrir barnaleikrit að jólum í Freyvangsleikhúsinu. Hallur Örn Guðjónsson er í aðalhlutverki og er stórskemmtilegur í hlutverki hins önuga jólakattar.

Miða má finna á Tix en til viðbótar verða sýningar allar helgar fram að jólum klukkan 13.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...