Yfirlitsmynd af Iðnaðarsýningunni 2023 sem haldin var í Laugardalshöll um sl. mánaðamót.
Yfirlitsmynd af Iðnaðarsýningunni 2023 sem haldin var í Laugardalshöll um sl. mánaðamót.
Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Líf og starf 12. september 2023

Iðnaðarsýningin 2023 afar vel heppnuð

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Timbur úr íslenskum skógum, þar á meðal úr skógum bænda, var meðal þess sem kynnt var á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll sem fór fram dagana 31. ágúst til 2. september.

Skógargeirinn sameinaðist um bás á svæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem auk timburs var kynnt þróunarstarf í timburnytjum og menntun á sviði skógræktar, skógarnytja og framleiðslu afurða úr skóginum.

Skógargeirinn er samstarfsaðili nokkurra styrkhafa hjá Aski – mannvirkjarannsóknasjóði og vinnur að verkefninu Uppbygging á úrvinnslu skógarafurða, sem skilgreint er í Vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð.

Aðsókn með mestu ágætum

Aðsókn á Iðnaðarsýninguna 2023 var með mestu ágætum enda eftir mörgu að slægjast hjá þeim yfir hundrað sýnendum sem þar voru. Gestir streymdu í Laugardalshöll og virtust ekki láta minni háttar votviðri aftra sér frá því að mæta.

Sýningafyrirtækið Ritsýn, í samvinnu við Samtök iðnaðarins, hafði veg og vanda af sýningunni.

Ekki er ætlunin að gera upp á milli sýnenda enda hver öðrum glæsilegri. Það er þó að gefnu tilefni í málgagni bænda sem fjalla má um viðamikinn bás Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þar sem saman voru kynnt mörg uppbyggileg verkefni sem öll hafa fengið styrk úr nýsköpunarsjóðnum Aski, styrktarsjóði HMS. Þar fékk ört vaxandi íslenskur timburiðnaður að vera með undir kjörorðunum Íslenskt timbur, já takk!

Fulltrúar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands, Skógræktarinnar og skógræktarfélaga kynntu vaxandi viðarnytjar.

Að básnum stóðu einnig Trétækniráðgjöf sf., Iðan-fræðslusetur, Garðyrkjuskólinn-FSU og Landbúnaðarháskólinn, enda er þróunarstarf, bætt þekking og fræðsla grunnurinn að öllum framförum. Frekari upplýsingar: idnadarsyningin.is.

Ekkert helvítis kjaftæði!

Á föstudeginum fór fram ráðstefnan CIRCON þar sem fjallað var um hringrásir í byggingariðnaði.

Framsögumenn sögðu frá ýmsum áhugaverðum verkefnum sem öll áttu það sammerkt að stuðla að eflingu byggingariðnaðar í sátt við umhverfið.

Fundarstjóra varð tíðrætt um fyrrverandi vinnuveitanda sinn sem lýsti íslenskri menningu í mannvirkjagerð með einni stuttri setningu: „Gerðu það hratt og örugglega og ekkert helvítis kjaftæði.“

Almennt taldi fundarfólk að leggja þyrfti meiri áherslu á undirbúning verkefna og taka tillit til umhverfisþátta í nútíð og framtíð.

Hægt er að nálgast streymi og frekari upplýsingar um ráðstefnuna á vefjum Grænni byggðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Skylt efni: Iðnaðarsýningin

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...