Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Mynd / Eyjafjarðarsveit
Líf og starf 21. desember 2021

Íbúar í Brúnahlíðarhverfi og á Sandhólum hrepptu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðar­sveit og ábúendur á Sandhólum hlutu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021, en verðlaunin eru afhent annað hvert ár fyrir annars vegar íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. „Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar þar sem getið er um verðlaunin.

Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær, heildarsvipur fallegur og fær hverfið verðlaun sem ein heild.

Elísabet Wendel og Jóhannes Sigtryggsson á Sandhólum fengu umhverfisverðlaun fyrir árið 2021 en þau reka kúabú og þykir ásýnd heim að bæ þeirra falleg.

Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg segir í umsögn og að falleg ásýnd sé að bænum þar sem tækjum er snyrtilega raðað upp. 

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...