Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Mynd / Eyjafjarðarsveit
Líf og starf 21. desember 2021

Íbúar í Brúnahlíðarhverfi og á Sandhólum hrepptu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðar­sveit og ábúendur á Sandhólum hlutu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021, en verðlaunin eru afhent annað hvert ár fyrir annars vegar íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. „Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar þar sem getið er um verðlaunin.

Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær, heildarsvipur fallegur og fær hverfið verðlaun sem ein heild.

Elísabet Wendel og Jóhannes Sigtryggsson á Sandhólum fengu umhverfisverðlaun fyrir árið 2021 en þau reka kúabú og þykir ásýnd heim að bæ þeirra falleg.

Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg segir í umsögn og að falleg ásýnd sé að bænum þar sem tækjum er snyrtilega raðað upp. 

Er að hefja framleiðslu og sölu á gosdrykkjum með íslenskum jurtum
Líf og starf 24. maí 2022

Er að hefja framleiðslu og sölu á gosdrykkjum með íslenskum jurtum

„Það er allt að fara á fullt fyrir sumarið og við erum mjög spennt að sjá hverja...

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni
Líf og starf 23. maí 2022

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í m...

Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...