Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar
Líf og starf 3. janúar 2020

Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannveran eftir Maxím Gorkí er rúmlega hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar sem var samið í aðdraganda rússnesku byltingarinnar. Ljóðið er eitt af fyrstu útgefnum verkum Gorkí.

Þýðandi er myndlistarkonan Freyja Eilíf. Freyja er fædd árið 1986 og dvaldi í Rússlandi í ár á táningsaldri og lærði rússnesku og hefur hún unnið að þýðingu verksins í rúman áratug. Útgefandi er Skriða bókaútgáfa.

Freyja Eilíf.


Freyja segir að Maxím Gorkí, sem var uppi 1868 til 1936, sé best þekktur fyrir félagslegt raunsæi í rússneskum bókmenntum og að ljóðið Mannveran sem kom út árið 1903 sé eitt af hans fyrstu útgefnu verkum.


Sagt er um Gorkí að hann hafi alist upp á hliðargötum lífsins og að hann hafi veitt heiminum ógleymanlega innsýn í líf og tilveru rússneskrar alþýðu, reiði og ástríður, um þarsíðustu aldamót og í aðdraganda rússnesku byltingarinnar,

Auk þess að leggja stund á myndlist og þýðingar rekur Freyja Skynlistasafnið í Þingholtunum. Útgáfunni verður fagnað í Holti, Menningarsetri á Hvammstanga, þann 19. desember og í Skynlista­safninu í Reykjavík, í Bergstaðastræti 25B þann 21. desember.

Skriða bókaútgáfa hóf starfsemi sína fyrr á þessu ári með útgáfu örsagnasafnsins Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur og ljóðabókarinnar Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. 

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...