Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrossagaukur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu yfir 300.000 varppör. Yfirleitt eru fuglarnir stakir og ekkert sérstaklega félagslyndir. Hann fer gjarnan huldu höfði á jörðu niðri, flýgur seint upp og þá nokkuð snögglega með hröðum vængjatökum og miklum skrækjum. Það er hins vegar á flugi sem hann sýnir listir sínar, þá fljúga þeir í hringi yfir óðalinu sínu og hneggja án afláts. Það gera þeir með því að steypa sér niður og mynda loftstraum sem leikur um ystu stélfjaðrirnar. Hann verpir á jörðinni, hreiðrið er iðulega mjög vel falið í grasi og sinu í mólendi og mýrlendi. Hann er að langmestu leyti farfugl en örfáir fuglar hafa haldið sig í opnum eða heitum lækjum og skurðum yfir vetrarmánuðina. Þeir fuglar sem fara af landinu hafa vetursetu í Vestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f