Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Heydreifikerfi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydreifikerfi urðu vinsæl á níunda áratugnum og þóttu eitt mætasta tækið í tæknilegri framþróun. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði vaðið fyrir neðan sig og birti grein í blaðið Feyki árið 1987 með titlinum „Hættur af rafmagni samfara heyverkun“. Þar kom m.a. fram: „Ef heydreifikerfi er notað við hirðingu, þarf að hafa góða gát á blástursrananum, sem dregst sundur og saman samkvæmt kerfi, sem búnaðurinn er tengdur. Utan á rananum liggur raflögnin í lykkjum. Til styrktar rananum eru vírlykkjur, sem einnig hreyfast með honum. Fyrir kemur, að raflögnin flækist í vírlykkjunum með þeim afleiðingum að hún skaddast eða slitnar.“ Mikið var um tölvutengdar nýjungar á þessum árum og kynnir eitt fremsta innflutnings- og þjónustufyrirtæki markaðarins, Globus, sjálfvirkt heydreifikerfi á síðum Tímans árið 1980. Í kynningunni var sérstaklega tekið fram að „þetta tölvustýrða heydreifikerfi sem er það fullkomnasta á markaðnum er fyrir allar stærðir af hlöðum“.

Torfalækjarhreppur var annars sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 2005 er það sameinaðist nokkrum öðrum hreppum sýslunnar í Húnavatnshreppi. Í bókinni Úr sveitinni, Saga og ábúendur Torfalækjarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu, má vel fræðast um staðinn sem státar af hvorki meira né minna en
fimmtán manns sem fengið hafa fálkaorðuna. Geri aðrir betur.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f