Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 6. febrúar 2023

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er gaman að segja frá því að Borgarbyggð fagnar öllum nýburum sveitarfélagsins með veglegum gjöfum, sem kallast Barnapakki.

Barnapakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur, sem koma sér vel á fyrstu mánuðum barnsins.

Verkefnið hófst árið 2019 en það ár fengu 35 börn pakka, árið 2020 voru þau 41 talsins, árið 2021 fengu 39 börn pakka. Á nýliðnu ári voru afhentir „Barnapakkar” til 39 barna og fjölskyldna þeirra.

Aldan hæfing, sem er verndaður vinnustaður sveitarfélagsins, sér um að taka pakkana saman og fara með á heilsugæsluna. Foreldrar og börnin fá svo pakkann í fyrsta ungbarnaeftirlitinu.

„Það er ótrúlega mikil ánægja með þetta verkefni og foreldrar himinlifandi þegar þau fá þessa veglegu gjöf. Að mörgu er að hyggja þegar foreldrum fæðist barn og ýmislegt sem barnið þarf á að halda.

Pakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur fyrir fyrstu mánuðina, sem kemur sér afar vel. Innihaldið í pakkanum í fyrra var til að mynda þvottastykki, taubleiur, húfur, vandaður ullargalli, blautþurrkur, snuð og krem fyrir móður og barn svo fáein dæmi séu tekin,“ segir María Neves, samskiptastjóri Borgarbyggðar.

Skylt efni: Borgarbyggð | Barnapakki

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...