Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Elfa Rún Heimisdóttir frá Árprýði (t.v.), nemandi í 9. bekk, og Hugrún Svala Guðjónsdóttir frá Þjórsárnesi, nemandi í 10. bekk, lýstu því skemmtilega fyrir afmælisgestum hvernig er að vera nemandi í Flóaskóla en þær eru báðar í nemendaráði skólans.
Elfa Rún Heimisdóttir frá Árprýði (t.v.), nemandi í 9. bekk, og Hugrún Svala Guðjónsdóttir frá Þjórsárnesi, nemandi í 10. bekk, lýstu því skemmtilega fyrir afmælisgestum hvernig er að vera nemandi í Flóaskóla en þær eru báðar í nemendaráði skólans.
Mynd / mhh
Líf og starf 24. febrúar 2025

Fagnað í Flóaskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Flóaskóli í Villingaholti í Flóahreppi fagnaði tuttugu ára afmæli á dögunum. Af því tilefni var blásið til veislu.

Flóaskóli er staðsettur í Villingaholti og tók til starfa haustið 2004. Í grunnskólanum eru 110 nemendur og starfsmenn eru 33 talsins. Þórunn Jónsdóttir er skólastjóri Flóaskóla. „Það var gaman hve margir gáfu sér tíma til að koma til okkar að njóta dagsins með okkur. Ég hef ekki heyrt annað en gestir hafi verið ánægðir og við hér í skólanum vorum mjög sátt. Nemendur stóðu sig með prýði, tóku á móti gestum, kynntu skólastarfið og lögðu ýmiss konar þrautir og spurningar fyrir gestina. Boðið var upp á afmælisköku og skólanum bárust margar góðar gjafir,“ segir hún. Magnús Hlynur Hreiðarsson var viðstaddur afmælisfögnuðinn og tók meðfylgjandi myndir. 



12 myndir:

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...