Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í pallborðsumræðum voru Elínborg Sturludóttir, fundarstjóri, Jón Á. Kalmansson heimspekingur, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Í pallborðsumræðum voru Elínborg Sturludóttir, fundarstjóri, Jón Á. Kalmansson heimspekingur, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Líf og starf 17. janúar 2017

Dýravernd og dýravelferð til umræðu á ársfundi Siðfræðistofnunar

Höfundur: smh
Ársfundur Siðfræðistofnunar var haldinn fimmtudaginn 5. janúar síðastliðinn. Eftir yfirferð Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnar Siðfræðistofnunar, um starfsemina á síðasta ári var athyglinni beint að málefni fundarins sem að þessu sinni var helgað dýrasiðfræði.  Jón Kalmansson, nýdoktor í heimspeki, flutti erindi og var inntakið að mannfólkið þyrfti að minnka neyslu á kjötafurðum. 
 
Rök Jóns fyrir þeirri skoðun eru meðal annars umhverfisleg – að þau krefðust þess hreinlega. Mannfólkið stæði á tímamótum og þyrfti að brjótast út úr viðjum vanans svo ekki færi illa fyrir jörðinni.
 
Í pallborðsumræðum voru, ásamt Jóni, þau Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 
 
Fyrsta spurning til þeirra var frá Vilhjálmi Árnasyni, en hann velti því upp að mannfólkið væri víða komið í þá stöðu að það væri valkvætt hvort það neytti kjötafurða. Fólk þyrfti þess ekki til að komast af og spurði hversu mikil áhrif sú staðreynd hefði á þessa grundvallar siðferðilegu spurningu. Sindri sagði að það væri sjálfsagt að velta því fyrir sér hvort þörf væri á að hafa umfang kjötframleiðslu eins og hún er í dag. Hann sagði að það væri víða vakning varðandi breyttar neysluvenjur og framleiðendur matvæla tækju mið af þeim. Hallgerður sagðist miða sínar neysluvenjur við siðferðilega umgjörð dýrahalds, frá öllum tiltækum hliðum. Það þyrfti að taka tillit til ýmissa þátta. Sigurborg tók dæmi frá Svíþjóð um að kaup- og neysluvenjur fólks færu ekki alltaf saman við fögur fyrirheit. Fólk gæti átt erfitt með að brjótast út úr þeirri venju að velja ódýrari vöruna í verslun, þótt vitað væri að aðbúnaðurinn væri ekki eins og best væri á kosið.  
 
Sköpuðust líflegar umræður um efnið og má ljóst vera að ýmis sjónarmið eru í þessum málum og á þeim margar hliðar. 
 

Skylt efni: dýravelferð | dýravernd

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f