Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Í pallborðsumræðum voru Elínborg Sturludóttir, fundarstjóri, Jón Á. Kalmansson heimspekingur, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Í pallborðsumræðum voru Elínborg Sturludóttir, fundarstjóri, Jón Á. Kalmansson heimspekingur, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Líf og starf 17. janúar 2017

Dýravernd og dýravelferð til umræðu á ársfundi Siðfræðistofnunar

Höfundur: smh
Ársfundur Siðfræðistofnunar var haldinn fimmtudaginn 5. janúar síðastliðinn. Eftir yfirferð Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnar Siðfræðistofnunar, um starfsemina á síðasta ári var athyglinni beint að málefni fundarins sem að þessu sinni var helgað dýrasiðfræði.  Jón Kalmansson, nýdoktor í heimspeki, flutti erindi og var inntakið að mannfólkið þyrfti að minnka neyslu á kjötafurðum. 
 
Rök Jóns fyrir þeirri skoðun eru meðal annars umhverfisleg – að þau krefðust þess hreinlega. Mannfólkið stæði á tímamótum og þyrfti að brjótast út úr viðjum vanans svo ekki færi illa fyrir jörðinni.
 
Í pallborðsumræðum voru, ásamt Jóni, þau Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 
 
Fyrsta spurning til þeirra var frá Vilhjálmi Árnasyni, en hann velti því upp að mannfólkið væri víða komið í þá stöðu að það væri valkvætt hvort það neytti kjötafurða. Fólk þyrfti þess ekki til að komast af og spurði hversu mikil áhrif sú staðreynd hefði á þessa grundvallar siðferðilegu spurningu. Sindri sagði að það væri sjálfsagt að velta því fyrir sér hvort þörf væri á að hafa umfang kjötframleiðslu eins og hún er í dag. Hann sagði að það væri víða vakning varðandi breyttar neysluvenjur og framleiðendur matvæla tækju mið af þeim. Hallgerður sagðist miða sínar neysluvenjur við siðferðilega umgjörð dýrahalds, frá öllum tiltækum hliðum. Það þyrfti að taka tillit til ýmissa þátta. Sigurborg tók dæmi frá Svíþjóð um að kaup- og neysluvenjur fólks færu ekki alltaf saman við fögur fyrirheit. Fólk gæti átt erfitt með að brjótast út úr þeirri venju að velja ódýrari vöruna í verslun, þótt vitað væri að aðbúnaðurinn væri ekki eins og best væri á kosið.  
 
Sköpuðust líflegar umræður um efnið og má ljóst vera að ýmis sjónarmið eru í þessum málum og á þeim margar hliðar. 
 

Skylt efni: dýravelferð | dýravernd

Kjötvinnsla af nýjustu gerð
Líf og starf 31. mars 2023

Kjötvinnsla af nýjustu gerð

Starfsfólki og stjórn Bændasamtaka Íslands var boðið í heimsókn í nýja kjötvinns...

Hagsýnni kaup vandfundin
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er ...

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum
Líf og starf 30. mars 2023

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum

Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á göml...

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...