Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dagur íslenska fjárhundsins
Mynd / Ágúst Elí Ágústsson
Líf og starf 28. ágúst 2023

Dagur íslenska fjárhundsins

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga og þann 18. júlí ár hvert er haldinn hátíðlega dagur íslenska fjárhundsins víðs vegar um landið og heiminn.

Dagurinn var haldinn hátíðlegur í áttunda sinn í ár og ávallt hefur Árbæjarsafn boðið fulltrúum tegundarinnar til sín í tilfefni dagsins.

Þórhildur Bjartmarz, hundaþjálfari og hundaeigandi, er ein af þeim sem standa að baki hátíðisdeginum. „Dagurinn er fæðingardagur Marks Watson en á sínum tíma vakti hann athygli á því að íslenski fjárhundurinn væri að deyja út og í samstarfi við hann, Sigríði Pétursdóttur og fleiri var Hundaræktarfélag Íslands stofnað árið 1969 til að vernda og stuðla að hreinræktun íslenska fjárhundsins.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, auk þess sem samfélagsmiðlar eru vel nýttir til að senda kveðjur og myndir,“ segir Þórhildur.

Á heimasíðu íslenska fjárhundsins, www.dif.is, má lesa um sögu hans en þar segir að tegundin hafi komið til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og hafa vinnueiginleikar hans aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum, en í dag er íslenski fjárhundurinn vinsæll heimilishundur. Íslenski fjárhundurinn er þekktur fyrir að vera glaður, forvitinn og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund. Útlit hundsins er kröftugt, tæplega meðalstór að hæð, hárafar ýmist snöggt eða loðið með upprétt eyru og hringað skott. Í tilefni dagsins, þann 18. júlí sl., komu saman nokkrir fulltrúar tegundarinnar í Árbæjarsafni í Reykjavík.

8 myndir:

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f