Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dýrindis saltkjöt var á boðstólum auk gúllassúpu sem rann ljúft ofan í mannskapinn.
Dýrindis saltkjöt var á boðstólum auk gúllassúpu sem rann ljúft ofan í mannskapinn.
Líf og starf 22. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Króksstaðabændur, hjónin Helga Árnadóttir og Guðmundur Karl Tryggvason, eigendur jarðarinnar ásamt Stefáni Erlingssyni sem á þar hús, buðu hestamönnum að koma við og gera sér glaðan dag yfir saltkjöti og gúllassúpu. „Það var greinilegt að fólk þyrstir í skemmtilegar samverustundir, eftir langan vetur án mikils samkomuhalds,“ segir Guðmundur. Hann og Helga hafa hross sín í haga á Króksstöðum, halda þar hænur og eru með matjurtagarð, en búa á Akureyri.

Guðmundur og Stefán hafa lengi verið samtíða í hestamennsku og brallað eitt og annað saman í áranna rás. Þeir til að mynda salta hrossakjöt í tunnur á haustin og sáu þegar á leið vorið að annaðhvort hafi verið ríflega sett í tunnurnar eða matarlystin með lakara móti, því mikið var til. Þeim datt því í hug að blása til veislu og bjóða Léttisfélögum að koma yfir, en hægur vandi er úr hesthúsahverfum Akureyrar yfir á Króksstaði einhesta.

„Það var nóg til fyrir alla, við vorum undir það búnir að taka á móti svo stórum hóp,“ segir Guðmundur sem er matreiðslumaður og starfaði og rak Bautann um árabil. Um 60 manns höfðu boðað þátttöku og þá mátti alltaf eiga von á slatta af fólki sem ekki hefði hirt um að skrá sig. Auk saltkjötsins var elduð gúllassúpa og fengu allir vel að borða, það var slegið á létta strengi, mikið hlegið og vitanlega tóku hestamenn lagið og sungu við raust.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...