Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Leikfélagið er ríkt af hæfileikaríku fólki sem heldur uppi stuðinu á sviði. Þarna má sjá Ronju reka upp vorópið sitt!
Leikfélagið er ríkt af hæfileikaríku fólki sem heldur uppi stuðinu á sviði. Þarna má sjá Ronju reka upp vorópið sitt!
Fólk 11. nóvember 2021

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ronju ræningjadóttur

Leikfélag Sauðárkróks var upphaflega stofnað 13. apríl árið 1888, lagt niður tæpum tuttugu árum síðar og svo endurstofnað þónokkru síðar. Eins og fram kemur í dagblaðinu Degi árið 1935, hefur leikfélagið sett upp verkið „Hveitibrauðsdagar“ eftir Björnst Björnson, í leikstjórn Magnúsar Jóhannssonar læknis og mikils áhugamanns leiklistar. Það hlaut „ágæta dóma“ og leikendur „búnir til leiks af alúð og nákvæmni“.

Formlega var svo leikfélag Sauðárkróks skráð til starfa árið 1941 og fagnar því 80 árum í ár. Haldið var upp á afmælið síðastliðið vor með heimsfrumsýningu leikritsins „Á frívaktinni“ eftir Pétur Guðjónsson og nú með seinni sýningu ársins heldur afmælisgleðin áfram. Leikfélagið, sem er ríkt af hæfileikaríku fólki og eitt virkasta áhugamannafélag landsins, setur að jafnaði upp tvær sýningar árlega, en seinni sýning ársins er verkið um hana Ronju Ræningjadóttur sem flestir landsmenn kannast við.

Alls 24 leikarar taka þátt í þeirri uppfærslu og ganga í hvorki meira né minna en 33 hlutverk. Alls koma um 60 manns að sýningunni enda viðamikil bæði innan sviðs sem utan. Ronja er skemmtilegt og fallegt leikrit sem hentar öllum aldri, en gott er að undirbúa yngstu leikhúsgestina örlítið þar sem koma meðal annars nornir og grádvergar við sögu og geta valdið því að fólki bregði! Frumsýnt verður 5. nóvember, sýningartíma má sjá í dálki hér til hliðar en miðapantanir eru í síma 8499434.

170 ára búnaðarfélagsskapur í Andakílshreppi
Fólk 21. janúar 2022

170 ára búnaðarfélagsskapur í Andakílshreppi

Um og upp úr miðri nítjándu öld tók að gæta meiri breytinga á atvinnuháttum Ísle...

Kynnti nútímavæðingu útihúsa í sveitum
Fólk 3. janúar 2022

Kynnti nútímavæðingu útihúsa í sveitum

Þann 20. nóvember gaf Sögumiðlun út bók um Þóri Baldvinsson  (1901-1986) arkitek...

Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa
Fólk 3. janúar 2022

Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa

Íslensk lömb - Lambadagatal 2022 er komið út í áttunda sinn. Daga- talið er í A4...

Möblur, sjókólaðe og jafnvel þegnskyld kartöfluræktun...
Fólk 20. desember 2021

Möblur, sjókólaðe og jafnvel þegnskyld kartöfluræktun...

Á dögunum lagðist greinarhöfundur í lestur á hinu merka riti Gunnars Þórs Bjarna...

Kleinan lifir góðu lífi í íslensku samfélagi
Fólk 15. desember 2021

Kleinan lifir góðu lífi í íslensku samfélagi

„Ég fékk þessa skrýtnu hugmynd að gefa út bók um kleinur fyrir þremur árum en á ...

Strand Jamestowns úti fyrir Höfnum  á Reykjanesi árið 1881
Fólk 8. desember 2021

Strand Jamestowns úti fyrir Höfnum á Reykjanesi árið 1881

Strand seglskipsins Jamestowns við Hafnir á Reykjanesi árið 1881 og eftirmál þes...

Þakklátur fyrir þau forréttindi sem það eru að fá að veiða í íslenskri náttúru
Fólk 29. nóvember 2021

Þakklátur fyrir þau forréttindi sem það eru að fá að veiða í íslenskri náttúru

„Góð veiðiferð á sér jafnan framhaldslíf í vel sögðum veiðisögum. Sumar þeirra v...

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stúart litla
Fólk 24. nóvember 2021

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stúart litla

Nú á dögunum frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar fjölskyldusöngleikinn Stúart li...