Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við kvöldmatarborðið á Aðalbóli þar sem húsfrúin bætti stanslaust á fötin af nýveiddum silungi á borðið góða sem bresku ferðalangarnir kölluðu Lazy Susan.
Við kvöldmatarborðið á Aðalbóli þar sem húsfrúin bætti stanslaust á fötin af nýveiddum silungi á borðið góða sem bresku ferðalangarnir kölluðu Lazy Susan.
Mynd / HLJ
Líf&Starf 14. október 2016

Í leit að friðsæld og fallegum stöðum

Höfundur: Hjörur L. Jónsson
Mörgum Íslendingum, sem vilja skoða landið okkar, finnst orðið of mikið af erlendum ferðamönnum við helstu náttúruperlur landsins. Sérstaklega á þetta við um Suðurland, en þar er vart hægt að fá bílastæði til að ganga að fjölsóttustu náttúruperlunum.
 
Það var því fróðlegt að fara rangsælis um landið á bíl sem aðstoðarmaður fyrir hóp tíu Breta á mótorhjólum í leit að friðsæld og fallegum stöðum. Upplifa í leiðinni þjónustuna sem í boði er og afar misjafna vegi. Í hópnum voru m.a. tveir smábændur, jarðfræðingur hjá olíufélagi og kennarahjón sem starfa við háskóla í Cambridge.
 
 10 daga ferðalag í fáum orðum
 
Upphaf ferðarinnar var frá Reykjavík og ekið með smá útúrdúrum á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur. Við Seljalandsfoss voru hátt í 100 bílar á bílastæðinu og ekki gott að ná fallegri mynd af fossinum fyrir margmenni. 
 
Eftir góða máltíð í Gamla fjósinu að Steinum undir Eyjafjöllum var stoppað á Þorvaldseyri fyrir stutta heimildarmynd um raunasögu heimilisfólksins á Þorvaldseyri þegar Eyjafjallajökull gaus fyrir sex árum. Alltaf finnst mér jafn gaman að koma þangað vegna þess hvað alltaf er svo snyrtilegt þar, alltaf snyrtilega slegið grasið með veginum og móttökur góðar. Dagurinn endaði svo á Hótel Laka með góðri kvöldmáltíð innan um klið erlendra ferðamanna í matsalnum.
 
Daginn eftir var ekið á Djúpavog með ýmsum stoppum, en alltaf gremst mér kraðakið við Jökulsárlón því þar er aðstaðan miðað við þann fjölda sem þar er ekki neinum til sóma. Að aka Þvottárskriðurnar í góðu veðri er óborganlegt, útsýnið og náttúrufegurðin er engu lík þegar komið er í Djúpavogshrepp. Dagurinn endaði á Hótel Framtíð á Djúpavogi sem er sambland af gömlu reisulegu húsi sem reist var á árunum 1905–1906 og bjálkahúsi sem byggt var við gamla húsið 1999. 
 
Haldið á fáfarnari vegi
 
Á degi þrjú var lagt af stað frá Djúpavogi í blanka logni og glaðasólskini inn Berufjörðinn þar sem við tók fjallvegurinn Öxi. Að hitta á að keyra þennan fjallveg í svona góðu veðri er óborganlegt, þó að vegurinn stytti leiðina til Egilsstaða um tugi kílómetra var stoppað svo oft til að njóta útsýnisins að keyrslutíminn var svipaður og að fara þjóðveg númer 1. 
 
Þar sem veðrið var svona gott var ákveðið að njóta þess til hins ýtrasta á fjallvegum og næst var Hellisheiði eystri tekin með nokkrum útsýnisstoppum. Þegar komið var á Vopnafjörð var ekið sem leið lá upp á Möðrudal og þaðan í Sænautssel í kakó og lummur. Þar var sannkölluð „ömmuþjónustulund“ og haldið áfram að bera lummur í gestina meðan einhver hafði lyst.   
 
Með fullan belg af kakó og lummum var haldinn vegslóði í átt að Brú á Jökuldal og þaðan inn að Aðalbóli í Hrafnkelsdal þar sem var stefnt á kvöldmat og gistingu. Nýveiddur silungurinn úr Ánavatni rann ljúflega niður á Aðalbóli og eftir ljúfan svefn var haldið áfram í svipaðri blíðu og daginn áður. 
 
Nú var farið aðeins innar í landið og ekið veg númer 910 sem liggur fram hjá Þríhyrningsvatni og þegar komið var að Dyngjuhálsi var ekið til norðurs í Möðrudal. Eftir hressingu í Fjallakaffi var haldið að Dettifoss og ekið niður að fossinum að austanverðu. Oft hef ég ekið þennan veg og nánast alltaf hefur hann verið vondur, en í þetta sinn var hann óvenju góður. Frá Dettifossi var nánast ekið án stopps á Akureyri.
 
Of sjaldan eru teknir hliðarvegir og lengri leiðir
 
Frá Akureyri var ekinn þjóðvegur 1 í Húnavatnssýslu, en í Langadal var ákveðið að taka krók 1. Beygt var eins og þegar á að aka suður Kjalveg, en svo var keyrt að Svínavatni og stoppað við Auðkúlukirkju. Eftir kaffistopp við kirkjuna var haldið áfram að hlykkjast um Húnavatnssýslur, Borgarvirki skoðað og þar eftir Hvítserkur og klárað með því að keyra fyrir Vatnsnes áður en komið var á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Gamla heimavistarskólanum hefur verið breytt í glæsilegt hótel og þjónustulund starfsfólksins og veitingarnar eru til fyrirmyndar í alla staði. 
 
Á sjötta degi ferðar tóku Vestfirðirnir við, en áfangastaður sjötta dags var Heydalur við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Að keyra upp Strandir við vestanverðan Húnaflóa hefur mér alltaf fundist vera falleg leið, en þessir þrír malarkaflar sem eru á leiðinni hafa oft verið betri en þeir voru þennan dag í byrjun ágúst. Það var notalegt að koma í kaffi í Café Riis í Hólmavík áður en haldið var yfir Steingrímsheiði. Síðasta spölinn í Heydal var tekinn styttingur á leiðina með því að fara gamla malarveginn yfir Eyrarfjall, þrátt fyrir að þar sé skilti sem segi að vegurinn sé lokaður þá var vegurinn 

13 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...