Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003
Gamalt og gott 9. mars 2020

Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003

Í byrjun árs 2003 bárust þær fréttir á forsíðu Bændablaðsins að bændur væru áhugasamir um nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi sem héti dkBúbót.

Í fréttinni kemur fram að kerfið hefði einungis verið í sölu í rúma níu mánuði en þá þegar búið að selja vel á sjötta hundrað eintök.

„Aðsókn á grunnnámskeið í notkun forritsins hefur verið gríðarmikil en á næstu mánuðum verða haldin framhaldsnámskeið í öllum héruðum landsins. Þar verður m.a. farið í uppfjör og skattframtöl,“ segir í fréttinni.

Haft er eftir Gunnar Guðmundsson, forstöðumanni ráðgjafarsviðs BÍ, að viðtökur bænda væru langt umfram  væntingar og þær gæfu vissulega tilefni til að fylgja verkefninu vel eftir. „Á námskeiðunum er jöfnum höndum lögð áhersla á kennslu í grunnþáttum tvíhliða bókhalds, en það teljum við afar þýðingamikið, og hagnýtingu þess sem stjórntækis í búrekstrinum. Einnig er farið yfir helstu vinnuþætti nýja bókhaldskerfisins. Í áframhaldandi þróun á dkBúbót munum við leggja áherslu á aðlögun þess við sérþarfir einstakra búgreina. Átak verður gert í að samræma og bæta lyklun og færslur. Slík samræming er mikilvæg upp á rekstrarsamanburð og hagrannsóknir sem við þurfum vissulega að efla í okkar búrekstri,“ sagði Gunnar.

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum
Gamalt og gott 19. september 2023

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Hluti af myndaseríu sem sýnir frá blóðtöku úr hry...

Heimilissýningin, Heimilið '77
Gamalt og gott 5. september 2023

Heimilissýningin, Heimilið '77

Mikið var um að vera í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst 1977 við opnun einnar g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi
Gamalt og gott 22. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi

Á hverju ári er flutt til landsins talsvert magn af lifandi stofuplöntum, ávaxta...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins
Gamalt og gott 21. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins

Ísland gæti verið síðasta landið í heiminum þar sem venjulegt meðalstórt kúabú g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi

„Mér hefur hvergi litið betur en í kringum skepnur, en vissi auðvitað að fleiri ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin

Vísindamenn víða um heim hafa lýst vaxandi áhyggjum sínum af minnkandi virkni á ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini
Gamalt og gott 15. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini

Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúrusteinar taldir...

Mýrdalsfóður 1987
Gamalt og gott 14. ágúst 2023

Mýrdalsfóður 1987

Mynd úr safni Bændasamtakanna sem sýnir heykögglaverksmiðju. Á bakhliðinni stend...