Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vill verða björgunarsveitarkona
Fólkið sem erfir landið 16. apríl 2014

Vill verða björgunarsveitarkona

Hafrún Katla er 7 ára stelpa í Neskaupstað sem æfir blak og skíði. Hún ætlar að verða björgunarsveitarkona þegar hún verður stór og vinna í Egilsbúð. Síðasta sumar safnaði hún sér fyrir trampólíni og hoppaði á því út í eitt.
 
Nafn: Hafrún Katla Aradóttir.
 
Aldur: 7 ára.
 
Stjörnumerki: Fiskur.
 
Búseta: Í Neskaupstað. 
 
Skóli: Nesskóli. 
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að leika með kaplakubba og pinnabretti.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar. 
 
Uppáhaldsmatur: Makka­rónu­grautur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Mugison.
 
Uppáhaldskvikmynd: Fólkið í blokkinni.
 
Fyrsta minningin þín? Þegar ég var í útilegu með mömmu og pabba og vinum okkar ég sat í stólnum mínum og með annan stól undir fótunum og ég var að drekka svala og var með Hello Kitty derhúfuna mína. Ég var svona tveggja eða þriggja ára.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi blak með Þrótti Nes og skíði.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Björgunarsveitarkona og vinna í Egilsbúð.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að veiða risastóran fisk úti á firði á græna bátnum með pabba.
 
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Bíða í bíl.
 
Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég safnaði pening og keypti trampólín og hoppaði mikið á því.
 
Upprennandi fótboltastjarna
Fólkið sem erfir landið 9. apríl 2024

Upprennandi fótboltastjarna

Jakob Bjarni er hress og skemmtilegur strákur sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Honum...

Snjóbrettagaur
Fólkið sem erfir landið 20. mars 2024

Snjóbrettagaur

Eyvindur Páll hefur gaman af því að vera á snjóbretti og langar að leggja það fy...

Framtíðarbóndi
Fólkið sem erfir landið 6. mars 2024

Framtíðarbóndi

Honum Degi þykir skemmtilegasti tíminn vera á vorin því þá fæðast lömbin – en lí...

Hress hestastelpa
Fólkið sem erfir landið 21. febrúar 2024

Hress hestastelpa

Hún Ingunn Bára er skemmtileg stelpa og aldrei lognmolla í kringum hana.

Framtíðarbóndi, hestakona og kennari
Fólkið sem erfir landið 7. febrúar 2024

Framtíðarbóndi, hestakona og kennari

Hún Viktoría Rós hefur gaman af að horfa á hina sígildu Mary Poppins, borða past...

Framtíðarrafvirki
Fólkið sem erfir landið 24. janúar 2024

Framtíðarrafvirki

Hann Hilmar Óli er hress og kátur drengur að austan sem æfir bæði fimleika og Ta...

Framtíðarbóndi með blandað bú
Fólkið sem erfir landið 10. janúar 2024

Framtíðarbóndi með blandað bú

Hann Valdimar Óli er hress og öflugur strákur sem lætur ekkert stöðva sig enda f...

Tilvonandi textílhönnuður?
Fólkið sem erfir landið 12. desember 2023

Tilvonandi textílhönnuður?

Hún Aldís Hekla er hress og kát íþróttastelpa sem finnst líka gaman að baka, far...