Tók á móti tveimur lömbum
Fólkið sem erfir landið 25. maí 2021

Tók á móti tveimur lömbum

Dagrún Dröfn býr á Króknum ásamt foreldrum sínum, Gunnari og Klöru, og systur sinni, Glódísi, 11 ára. Dagrún er mjög fjörug og skemmtileg stelpa sem hefur alltaf nóg að gera.

Henni finnst geggjað að fara á Gaukstaði á Skaga og Bólu í Blönduhlíð og brasa heilan helling þar. Enda fer sauðburðurinn hjá Fríðu frænku á Gauk að byrja. Hún tók á móti tveimur lömbum í fyrra og ætlar að taka á móti fleirum í ár. Í Bólu vilja þær byggja kofa í sumar, taka endalausa rúnta á krossaranum og fara að vaða og veiða.

Nafn: Dagrún Dröfn Gunnarsdóttir.

Aldur: Verð 10 ára, 9. júní nk.

Stjörnumerki: Tvíburi.

Búseta: Freyjugata 42 á Sauðárkróki.

Skóli: Árskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og útiíþróttir.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur.

Uppáhaldsmatur: Svínakjötsneiðar með kartöflusalati.

Uppáhaldshljómsveit: Tiësto.

Uppáhaldskvikmynd: Matilda.

Fyrsta minning þín? Þegar vinkona mín fékk blóðnasir þegar við vorum 4 ára í leikskóla.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi fótbolta og körfubolta.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona eða vinna á Lemon.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Prjóna með pabba á sleðanum hans.

Hvað gerðir þú skemmtilegt um páskana? Við spiluðum, fórum á sleða, út að renna, í heita pottinn og elduðum góðan mat.

Næst » Ég skora á Ísak Hrafn að svara næst.

Man fyrst eftir sér í dýragarði
Fólkið sem erfir landið 8. júní 2021

Man fyrst eftir sér í dýragarði

Ísak Hrafn er í 4. bekk í Árskóla. Hann á eina yngri systur, Björk Diljá, sem er...

Tók á móti tveimur lömbum
Fólkið sem erfir landið 25. maí 2021

Tók á móti tveimur lömbum

Dagrún Dröfn býr á Króknum ásamt foreldrum sínum, Gunnari og Klöru, og systur si...

Hefur haldið á skallaerni og kaktusi
Fólkið sem erfir landið 28. apríl 2021

Hefur haldið á skallaerni og kaktusi

Heiðrún Anna er í Lundaskóla og elskar að borða góðan ís.

Borða páskaegg,  fara á skíði og í sund
Fólkið sem erfir landið 30. mars 2021

Borða páskaegg, fara á skíði og í sund

Jónas er stundvís og glaður stærðfræðisnillingur sem á heima í Kópavogi, með pab...

Emil er verðandi  uppfinningamaður
Fólkið sem erfir landið 24. mars 2021

Emil er verðandi uppfinningamaður

Emil man fyrst eftir nýfæddum bróður sínum og hann ætlar að verða uppfinningarma...

Æfi fótbolta og fimleika
Fólkið sem erfir landið 8. mars 2021

Æfi fótbolta og fimleika

Ásta Marín er mikil stuðstelpa sem á heima í Grafavogi, með mömmu, pabba, tveimu...

Fór í eina af bröttustu vatnsrennibrautum á Tenerife
Fólkið sem erfir landið 15. desember 2020

Fór í eina af bröttustu vatnsrennibrautum á Tenerife

Kristján Hrafn, eða Krummi eins og hann er alltaf kallaður, býr á Ísafirði og æf...

Hnetusmjör og Rottuborgari
Fólkið sem erfir landið 24. nóvember 2020

Hnetusmjör og Rottuborgari

Sigrún Ólafsdóttir er 12 ára Ísfirðingur. Hún á tvö systkini, Hákon Elí 28 ára o...