Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Spilar á gítar með Spilastokkunum
Fólkið sem erfir landið 2. febrúar 2016

Spilar á gítar með Spilastokkunum

Jón Björn er tólf ára nemandi í Kleppjárnsreykjaskóla. Hann spilar á gítar í hljómsveit ásamt nokkrum vinum sínum sem þeir kalla Spilastokkarnir. Jón á líka nokkrar kindur sem hann sinnir á hverjum degi. 
 
Nafn: Jón Björn Blöndal.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Jaðri í Bæjarsveit.
Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, smíði og stærðfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ég á nokkrar kindur sem ég fer til á hverjum degi til að gefa. Kindurnar eru í uppáhaldi hjá mér.
Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með brúnuðum kartöflum, rifsberjahlaupi og brúnni sósu.
Uppáhaldshljómsveit: Spila­stokkarnir.
Uppáhaldskvikmynd: Mér finnst gaman að horfa á íþróttaleiki t.d. körfubolta-, fótbolta- og handboltaleiki.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var á Tenerife.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfubolta, spila á gítar og spila með hljómsveitinni Spilastokkarnir með nokkrum vinum.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða bóndi og körfuboltamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Klöngrast í klettunum sem heita Tökin í Aðalvík.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vera stressaður.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar?  Ég fór í útilegu í Flókalund í góðu veðri og fór líka til Englands með fjölskyldunni.
Laufey
Fólkið sem erfir landið 3. desember 2025

Laufey

Nafn: Laufey Atladóttir Waagfjörð.

Dagur Vilhelm
Fólkið sem erfir landið 19. nóvember 2025

Dagur Vilhelm

Nafn: Dagur Vilhelm Jónsson.

Unnsteinn Mói
Fólkið sem erfir landið 5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

Nafn: Unnsteinn Mói Ágústsson. Aldur: 8 ára.

Snæfríður Ísold
Fólkið sem erfir landið 24. september 2025

Snæfríður Ísold

Nafn: Snæfríður Ísold Baldursdóttir.

Bjartey
Fólkið sem erfir landið 10. september 2025

Bjartey

Nafn: Bjartey Ómarsdóttir.

Arnór Þeyr
Fólkið sem erfir landið 27. ágúst 2025

Arnór Þeyr

Nafn: Arnór Þeyr Birgisson.

Ylfa Karlotta
Fólkið sem erfir landið 24. júlí 2025

Ylfa Karlotta

Nafn: Ylfa Karlotta Helgadóttir.

Matthildur Jökla
Fólkið sem erfir landið 8. júlí 2025

Matthildur Jökla

Nafn: Matthildur Jökla Magnúsdóttir