Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lambafile með bernaise
Fólkið sem erfir landið 5. júlí 2021

Lambafile með bernaise

Egill Rúnar býr á Sauðárkróki með foreldrum sínum og tveimur systrum sem heita Elsa Rún og María Guðrún. Hann hefur gaman af hjólreiðum, vinum sínum, jeppaferðum og buggybílaferðum með pabba sínum.

„Ég fer eins oft og ég get í sveitina til ömmu og afa. Þau búa á Kúskerpi í Blönduhlíð og eru með stórt mjólkurbú og fleira.
Ég hef mikinn áhuga á vélum og tækjum og öllu í kringum það,“ segir Egill.

Nafn: Egill Rúnar.

Aldur: 10 ára.

Stjörnumerki: Krabbi.

Búseta: Sauðárkróki.

Skóli: Árskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fjölíð (smíða og baka og brasa ýmislegt með höndunum).

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kýr.

Uppáhaldsmatur: Lambafile með bernaise.

Uppáhaldshljómsveit: Dimma.

Uppáhaldskvikmynd: Fast and furious.

Fyrsta minning þín? Datt úr rólu og meiddi mig.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Er ekki mikið í boltaíþróttum en hjóla mikið á fjallahjóli.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sjúkraflutningamaður eða bóndi.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fjögurra daga hálendisferð á buggybíl um Fjallabak á Suðurlandi í fyrra og fékk að fara rúnt í sérútbúnum rallýbíl hjá Gumma Snorra, vini pabba. Það var rosalegt.

Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fer í sveitina og kemst heyskap, í útilegu með fjölskyldunni og í hálendisferðir með pabba á jeppa eða buggýbíl og auðvitað leika við vini mína.

Næst » Ég skora næst á Dagrúnu Dröfn Gunnarsdóttur.

Spennandi að ferðast
Fólkið sem erfir landið 20. júlí 2022

Spennandi að ferðast

Þórdís Inga er hress og fjörug stúlka sem finnst gaman að föndra, syngja og...

Uppáhaldsdýrin eru hestar og kindin mín
Fólkið sem erfir landið 22. júní 2022

Uppáhaldsdýrin eru hestar og kindin mín

Vigdís Anna er hestastelpa og finnst fátt skemmtilegra en að hleypa á stökk ...

Kökubakari eins og Eva Laufey
Fólkið sem erfir landið 27. apríl 2022

Kökubakari eins og Eva Laufey

Sunneva Líf Jónsdóttir er sex ára og býr í Reykholti í Borgarfirði.

Bóndi og búðarkona
Fólkið sem erfir landið 6. apríl 2022

Bóndi og búðarkona

Eik býr í Lundarreykjadal og gengur í Grunnskóla Borgar­fjarðar.

Skemmtilegast  í hringekju
Fólkið sem erfir landið 23. febrúar 2022

Skemmtilegast í hringekju

Brynhildur Katrín er fjörug hestastelpa sem býr í sveit og hefur gaman af dýrum ...

Hvalkjöt í uppáhaldi
Fólkið sem erfir landið 9. febrúar 2022

Hvalkjöt í uppáhaldi

Garðar Þór er 12 ára gamall. Hann er flinkur í tölvuleikjum og finnst gaman af þ...

Mikill dýravinur
Fólkið sem erfir landið 10. janúar 2022

Mikill dýravinur

Sara Hlín er kát og skemmtileg stelpa. Hún er mikill dýravinur og finnst skemmti...

Íslandsmeistari í golfi
Fólkið sem erfir landið 14. desember 2021

Íslandsmeistari í golfi

Brynhildur Ylfa er 9 ára Mosfellingur. Hún á tvo eldri bræður og labradorhund se...