Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hallgerður Hafþórsdóttir
Fólkið sem erfir landið 22. maí 2014

Hallgerður Hafþórsdóttir

Nafn: Hallgerður Hafþórsdóttir.
Aldur: Þriggja ára en ég á bráðum afmæli og þá verð ég fjögurra ára.
Stjörnumerki: Ég er í tvíburamerki.
Búseta: Í Skipholti í Reykjavík og líka í Sjávarslóð í Flatey.
Skóli: Leikskólinn minn heitir Grænaborg.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Vinir mínir, Róska og Herdís, og líka svona ferðir. Bráðum förum við á bóndabæ.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa og líka litlu lömbin mín, Askur og Gráni.
Uppáhaldsmatur: Fiskur, karrífiskur.
Uppáhaldshljómsveit: Rokk og ról.
Uppáhaldskvikmynd: Frozen.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi stundum Latabæ, ég kann slitt (splitt). Ég kann líka að spila á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vera bóndi með afa í Flatey eða kannski líka lögga.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að sprauta með nýju vatnsbyssunni minni á fólk.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Einu sinni fór ég á sleða og datt af honum og fór að gráta. Það var mjög leiðinlegt.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Fara í sund og sprauta á mömmu mína, svo ætla ég að fara í Flatey með Baldri.

Atvinnumarkmaður framtíðar
Fólkið sem erfir landið 23. apríl 2024

Atvinnumarkmaður framtíðar

Gunnar Nói er hress og kátur drengur sem elskar Manchester United og KR en uppáh...

Upprennandi fótboltastjarna
Fólkið sem erfir landið 9. apríl 2024

Upprennandi fótboltastjarna

Jakob Bjarni er hress og skemmtilegur strákur sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Honum...

Snjóbrettagaur
Fólkið sem erfir landið 20. mars 2024

Snjóbrettagaur

Eyvindur Páll hefur gaman af því að vera á snjóbretti og langar að leggja það fy...

Framtíðarbóndi
Fólkið sem erfir landið 6. mars 2024

Framtíðarbóndi

Honum Degi þykir skemmtilegasti tíminn vera á vorin því þá fæðast lömbin – en lí...

Hress hestastelpa
Fólkið sem erfir landið 21. febrúar 2024

Hress hestastelpa

Hún Ingunn Bára er skemmtileg stelpa og aldrei lognmolla í kringum hana.

Framtíðarbóndi, hestakona og kennari
Fólkið sem erfir landið 7. febrúar 2024

Framtíðarbóndi, hestakona og kennari

Hún Viktoría Rós hefur gaman af að horfa á hina sígildu Mary Poppins, borða past...

Framtíðarrafvirki
Fólkið sem erfir landið 24. janúar 2024

Framtíðarrafvirki

Hann Hilmar Óli er hress og kátur drengur að austan sem æfir bæði fimleika og Ta...

Framtíðarbóndi með blandað bú
Fólkið sem erfir landið 10. janúar 2024

Framtíðarbóndi með blandað bú

Hann Valdimar Óli er hress og öflugur strákur sem lætur ekkert stöðva sig enda f...